Húnavaka - 01.05.2000, Page 219
H U N A V A K A
217
Hjónin Vignir Einarsson og Aðalbjörg
Ingvarsdóttir kvödd eftir áratuga starf.
Ljósm.: Páll Ingþór.
hannsdóttir sigur úr býtum. Sum-
arskemmtunin var á sínum stað
þar sem nemendur í 1.-7. bekk
fluttu söng og sýndu stutt leikrit. I
lok skólaárs var haldin útihátíð
samkvæmt venju. Sama dag var
sýning á munum nemenda sem
þeir höfðu unnið í hannyrðum,
myndmennt og smíðum um vetur-
inn. Laugarvatn varð fyrir valinu
að þessu sinni, þegar 10. bekkur
hélt í sína árlegu vorferð. Skóla var
síðan formlega slitið 29. maí.
A vegum skólans voru gróður-
settar 500 birkiplöntur í Vetrar-
klauf á Blönduósi. Þetta er í þriðja
sinn sem skólinn fær úthlutað
plöntum úr Yrkjusjóði. Einnig gáfu
nokkur fyrirtæki og stofnanir á
Blönduósi skólanum stærri plönt-
ur sem voru um metri á hæð og
mun sýnilegri eftir gróðursetningu
en bakkaplönturnar.
I sumar var haldið áfram við
framkvæmdir við aðgengismál fatl-
aðra. Skábraut var lögð á tengi-
gang milli gamla og nýja skóla og
anddyri skólans tók miklum
stakkaskiptum.
Nokkrar breytingar urðu á
starfsliði skólans milli skólaára. Eft-
irtaldir kennarar létu af störfum:
Anna Kristín Arnarsdóttir, Hrafn
Valgarðsson, Ingibjörg Þorleifs-
dóttir og Kristján Birgisson. Aðal-
björg Ingvarsdóttir og Vignir
Einarsson, aðstoðarskólastjóri létu
af störfum eftir áratuga langt og
farsælt starf við skólann. Vel tókst
að manna skólann fyrir haustið.
Nýir kennarar voru ráðnir Guðrún
Ellen Þorgeirsdóttir, Hjördís Svav-
arsdóttir, Ingibjörg María Aadne-
gard, Kristín Rut Einarsdóttir,
Sigríður Bjarney Aadnegard, Soff-
ía Fransiska Rafnsdóttir og Þórar-
inn Torfason. Þorgerður Hlyns-
dóttir var ráðin sem umsjónarmað-
ur skóladagheimilisins i stað Mar-
grétar Hólmsteinsdóttur sem lét af
störfum. Nýr aðstoðarskólastjóri
var ráðinn, Björgvin Þór Þórhalls-
son.
Á haustönn 1999 hófu 142
nemendur nám. I starfsliði skólans
voru auk skólasyórnenda 18 kenn-
arar og leiðbeinendur, 2 stuðnings-
fulltrúar, húsvörður, umsjónar-
maður skóladagheimilisins og 3
ræstitæknar. Hin árlegu kynningar-
kvöld voru haldin í september.
Nokkrar breytingar voru gerðar á
skipulagi kennslu í samræmi við