Húnavaka - 01.05.2000, Page 224
222
H Ú N A V A K A
einni milljón króna. Starfsmenn í
árslok voru 13 talsins í 11,3 stöðu-
gildum.
Lánveitingar Lánasjóðs land-
búnaðarins til framkvæmda, bú-
stofnskaupa, jarða- og vélakaupa
og vegna skuldbreytinga lausa-
skulda bænda voru um kr. 159,6
milljónir á árinu 1999 í Austur- og
Vestur-Húnavatnssýslum. I austur-
sýsluna voru veitt lán að fjárhæð
89,7 milljónir króna og í vestursýsl-
una voru veitt lán að fjárhæð 69,9
milljónir króna.
Svanborg Þórdís Frostadóttir.
Fréttir frá
samvinnufélögum.
KAUPFÉLAG
HÚNVETNINGA.
Á árinu 1999
var rekstri Höfðaútibús hætt og
byggingavörudeild KH á Skaga-
strönd færð inn í Verslunina Borg.
Jafnframt var rekstur Verslunarinn-
ar Borgar hf. á Skagaströnd, sem
var hlutafélag í eigu Kaupfélagsins,
færður aftur undir Kaupfélagið,
eins og verið hafði fyrir árið 1992.
Heildarvelta Kaupfélags Húnvetn-
inga var um 655 milljónir, sem er
um 109 milljónum hærri velta en
árið áður, þar af eru um 74 millj-
ónir vegna Verslunarinnar Borgar,
18 milljónir vegna aukinnar áburð-
arsölu og um 13 milljónir vegna
veltuaukningar í öðrum deildum.
Lítils háttar hagnaður varð af
rekstrinum, þrátt fyrir slæma af-
komu verslunarinnar Borgar á
Skagaströnd. Laun og launatengd
gjöld námu um 86 milljónum.
Afkoma af rekstri Vilko var mjög
góð og enn ein nýjungin leit dags-
ins ljós úr tilraunaeldhúsi Vilko,
„fín smábrauð“ og „gróf smá-
brauð" sem fengu góðar viðtökur
hjá neytendum.
Tekin var ákvörðun um að
draga úr reikningsviðskiptum til
einstaklinga til að bæta samkeppn-
isstöðn KH gagnvart öðrum versl-
unum svo sem Hagkaupum, Netto
ofl. í þeirri von að viðskipavinir
sýni þessum breytingum skilning
og nýti sér aðrar leiðir til greiðslu.
Töluverð aukning varð í bensín-
og olíusölu hjá Essoskálanum. Eft-
ir opnun Hvalfjarðarganga hefur
olíusala aukist mest á Blönduósi á
leiðinni milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar, segir það nokkuð um nauð-
syn þess að ráðist verði í
endurnýjun á Essoskálanum. Eng-
ar fjárfestingar voru á árinu en
Höfðaúdbú var málað að utan og
gert var við þak á verslunarhús-
næði Kaupfélagsins á Blönduósi.
Pétur Arnar Pétursson og Ágúst
Jónsson létu af störfum eftir langt
og farsælt starf og eru þeim færðar
bestu þakkir fyrir góð störf í þágu
félagsins. Gerður Hallgrímsdótdr,
Sólborg Þórarinsdóttir og Pétur
Arnar fengu 25 ára starfsaldursvið-
urkenningar á árshátíð félaganna í
nóvember.
Olafur Haukur Magnússon