Húnavaka - 01.05.2000, Side 225
H Ú N A V A K A
223
ákvað að láta af störfum fram-
kvæmdastjóra og var Lúðvík Vil-
helmsson ráðinn í hans stað fyrir
KH, frá 1. desember. Akveðið var
að aðskilja rekstur KH og SAH og
ráða framkvæmdastjóra fjrir SAH.
Er það von manna að þessar breyt-
ingar komi báðum félögunum til
góða.
Uggvænleg fækkun íbúa, hækk-
un vaxta, breytingar á áburðarsölu
og versnandi afkoma sauðfjárbúa
eru veruleg áhyggjuefni. Skuldir
Kaupfélagsins eru miklar og má
það illa við skakkaföllum. Sóknar-
færi eru hins vegar samfara áfram-
haldandi uppbyggingu á rekstri
Vilko og byggingu nýs Essoskála.
Lúðvík Vilhelmsson.
(551
I < I I SOLUFELAG
I I AUSTUR-
húnvetninga.
I lok ágúst barst SAH tilkynning
um að sláturhús félagins hafí feng-
ið viðurkenningu til slátrunar á
sauðfé, geitfé og hrossum til út-
flutnings á ESB markað. Einnig var
stykkjunar- og pökkunaraðstaða
viðurkennd á sama máta. Þessi við-
urkenning er sláturhúsinu afar
mikilvæg og má segja að hennar
hafi verið beðið síðan endurbótum
á sláturhúsi og kjötvinnslu lauk á
árinu 1998. Með þessari viður-
kenningu er sláturhúsið á Blöndu-
ósi komið í fremstu röð sláturhúsa
í landinu og því afar brýnt að fast
verði haldið við allar reglur og
vinnubrögð, til að festa viðurkenn-
inguna enn í sessi.
Sauðfjárslátrun var með svipuð-
um hætti og á liðnu ári. Breyting
varð þó veruleg í sláturfjárfjölda,
slátrað var á árinu 38.533 kindum
sem er 5.671 kind meira en 1998
eða sem nemur 17,25 %. Eins og á
árinu 1998 er aukningin mest af
svæðum utan félagssvæðis SAH,
þótt vissulega fjölgi líka sláturfénu
innanhéraðs. Sauðfjárslátrunin
skiptist þannig: Dilkar 36.045,
geldfé 146, ær 2.243, hrútar 99.
Heildarþungi kjöts var 594.819 kg
þar af var útflutningsskylt 111.853
kg og til eigin nota tóku framleið-
endur 22.283 kg. Meðalþungi
dilka varð 14,91 kg og hækkar
nokkuð frá árinu 1998. Reglu-
bundin sláturtíð stóð frá 14. sept-
ember til og með 22. október, eða
í 29 daga, en sem fyrr var allnokk-
ur slátrun unnin utan þessa tíma.
Innvegið dilkakjöt flokkaðist
sem hér segir.
DI úrval. ( El,2,3. Ul,2,3.) 8,27%
DIA. ( Rl,2 02.).... 43,14%
DI AB. ( R3. 03.) .. 28,91%
DII. (Ol.Pl.2.)...... 7,05%
DIB. ( E3+. U3+. R3+.
03+. P3+. P3.) ...... 9,53%
DIC. ( EUROP4.
EUROP5.)............. 3,10%
Sala kindakjöts gekk hægar á ár-
inu en venja er hjá SAH, sérstak-
lega þó síðari hluta árs. Sölu-
samdráttur er um 70 tonn á milli
ára. Það er auðvitað áhyggjuefni
hve innanlandssalan í dilkakjöti