Húnavaka - 01.05.2000, Side 226
224
H U NAVAKA
dregst saman ár frá ári. Neysla á
íbúa sem var 38,96 kg árið 1985 er
komin niður í 24,93 kg á íbúa
1999, á sama tíma tínra og öll kjöt-
neysla vex úr 64,47 kg í 67,77 á
íbúa. Sala á innmat er nánast eng-
in orðin hér innanlands nema í
dilkasviðum, þau seljast vel þegar
unnin hefur verið úr þeiin sviða-
sulta, en um þá vinnslu sér Kjöt-
vinnsla SAH. Þá var algjört verðfall
á dilkagærum, sem kom illa niður
á sauðfjárbændum, og þá ekki síð-
ur í rekstri sláturhússins.
Slátrað var 793 svínum á árinu
og fækkaði þeirn um 48 frá fyrra
ári. Meðalþungi grísa hækkaði um
6,8 kg milli ára og stóð innlagt
kjötmagn því í stað. Til gamans má
geta þess að meðalþungi grísa hef-
ur nær því tvöfaldast á liðnum tíu
árum. Fjöldi gripa el'tir tegundum
var þannig: Grísir 748, gyltur 43,
geltir 2. Sala svínakjötsins er jöfn
og stöðug hjá SAH.
Nautgripaslátrun var mjög svip-
uð og árið 1998. Alls var slátrað
742 ungneytum, 4 alikálfum, 334
kúm og 108 smákálfum eða alls
1.188 gripum sem er fjölgum um
13 gripi. Meðalþyngd ungneyta
hækkar verulega og er nú 211,06
kg. Miklar verðsveiflur í formi auk-
inna afslátta einkenndu innan-
landsmarkaðinn er líða tók á árið,
sala minnkaði líka á haustmánuð-
um. Það var þ\ í orðinn allveruleg-
ur biðlisti eftir slátrun um
áramótin. Þegar þetta er ritað er
framboðið enn umfram eftirspurn
og heildsöluverð því undir eðlileg-
um mörkum.
Slátrað var 1.216 hrossum 1999,
það er aukning um 64 hross frá
fyrra ári. Folöld voru 941, tryppi
84 og fullorðin hross 191. Meðal-
þyngd folalda var 74,30 kg sem er
heldur skárra en 1998. Sala kjöts-
ins var svipuð og liðin ár, þó er kjöt
af fullorðnum hrossum orðið
illseljanlegt innanlands og á lands-
vísu dregur nokkuð úr sölu fol-
aldakjötsins.
Af kjötvinnslu félagsins er það
helst að frétta að samningi við
Kj(")tumboðið hf. um sölu og dreif-
ingu á Reykjavíkursvæðinu var sagt
upp, dregið var úr framleiðslu og
sölu fullunninna vara en úrbein-
ing og sala á hrákjöti aukin. Velta
var svipuð og á árinu 1998.
Við kjötvinnslu unnu 18 starfs-
menn í árslok en voru 9 hjá slátur-
húsi.
Engar breytingar urðu á stjórn
félagsins.
Ragnar Ingi Tómasson.
M Hffitjólkursamlag
y^—Wú rmeininga
MJ Ó I.KURS AMLAG.
Innlögð mjólk á árinu var
4.357.056 lítrar, sem var aukning
um 199.554 lítra frá árinu áður
eða 4,8%.
Meðalfita í innlagðri mjólk var
3,99% og meðalprótein var 3,27%.
Afurðastöðvarverð ársins var
33,79 kr. Innleggjendur voru 57.
Meðalinnlegg á hvern innleggj-