Húnavaka - 01.05.2000, Page 228
226
HÚNAVAKA
Eftirtaldir 10 bændur lögðu inn
flesta lítra af mjólk á árinu:
LÍTRAR:
1. Birgir Ingþórsson,
Uppsölum .......... 128.037
2. Jóhannes Torfason,
Torfalæk........... 127.592
3. Ólafur Kristjánsson,
Höskuldsstöðum . . 123.766
4. Björn Magnússon,
Hólabaki .......... 123.374
5. Páll Þórðarson,
Sauðanesi, ........ 121.946
6. Holti Líndal,
Holtastöðum....... 119.970
7. Glaumbær ehf.,
Glaumbæ ........... 119.889
8. Óskar Ólafsson,
Steiná II.......... 109.581
9. Sigurður Ingi Guðmundsson,
Syðri-Löngumýri. . . . 107.836
10. Magnús Pétursson,
Miðhúsum........... 107.557
Starfsmannamál.
Kristján Frímannsson frá Breiða-
vaði starfsmaður mjólkursamlags-
ins féll frá langt fyrir aldur fram
þann 7. janúar. Vinnufélagarnir
minnast góðs félaga.
Félagsmál.
Stefán Á. Jónson lét af störfum
fyrir Mjólkursamlag SAH á árinu.
Stefán hefur verið í framvarðasveit
samlagsins á félagslegum vettvangi
um langt árabil. Honum er þakk-
að gott og kraftmikið starf.
Annað.
Greiðsla til mjólkurframleið-
enda fyrir úrvalsmjólk hófst 1. jan-
úar1999.
Gæðauppbót 2 kr. pr. ltr. var
greidd til mjólkurinnleggjenda á
innlagða 1. flokks mjólk ársins ‘98.
Mjólkursamlag Húnvetninga.
Mjólkursamsalan keypti Mjólk-
ursamlag SAH og yfirtók rekstur-
inn þann 1. september 1999.
Tekið var upp upphaflega nafn
samlagsins Mjólkursamlag Hún-
vetninga.
Mjólkursamsalan á fyrir starf-
semina í Reykjavík og Mjólkursam-
lagið í Búðardal. Ný stefnumörkun
og hagræðing tók þegar gildi og
mjólkurpökkun var hætt í lok nóv-
ember á Blönduósi og hún flutt til
Reykjavíkur. Einnig var pökkun
hætt í Búðardal.
I Reykjavík er ein fullkomnasta
átöppunarsamstæða landsins og
verulegur ávinningur er að nýta
slíka tækni. Verkaskipting og sér-
hæfing verður á milli Mjólkursam-
lagsins í Búðardal og mjólkursam-
lagsins á Blönduósi, m.a. færist
skyr og smjörgerð frá Búðardal til
Blönduóss. Mjólkurinnleggjendur
í A-Hún bætast í hóp 845 innleggj-
enda á svæði Mjólkursamsölunnar
sem er í eigu mjólkurframleið-
enda frá Álftafirði í austri til Dala
og Barðastrandarsýslna að við-
bættum Austur-Húnvetnskum
mjólkurframleiðendum.
Forstjóri Mjólkursamsölunnar
er Guðlaugur Björgvinsson og
stjórnarformaður er Magnús H.
Sigurðsson bóndi í Birtingaholti.
Páll Svavarsson.