Húnavaka - 01.05.2000, Page 244
242
11 U NAVAKA
frystar afurðir Skagstrendings voru
Bretland, Bandaríkin, Japan og
Taiwan. Bretlandsmarkaður var
mikilvægastur eins og svo oft áður
og fóru þangað um 60% af flaka-
framleiðslunni en 40% fóru á
Bandaríkjamarkað. Mikil eftir-
spurn var eftir sjófrystum afurð-
um, verð hækkaði verulega og
afurðir seldust jafnharðan. Sala á
grálúðu og karfa á Asíumarkaði
gekk vel en verð lækkaði á seinni
helmingi ársins.
Sala rækjuafurða gekk þokka-
lega. Rækjan var aðallega seld til
Bretlands, Danmerkur og Þýska-
lands. Af framleiðslunni fór ríílega
helmingur til Bretlands. Verð á af-
urðum fór lækkandi, sérstaklega á
seinni hluta ársins.
Mestur hluti frosinna afurða úr
vinnslu Dvergasteins var seldur dl
Bandaríkjanna og saltfiskafurðir dl
Spánar. Afurðaverð bolfiskafurða
var stöðugt á liðnu ári og gekk sala
þeirra vel. Síldar- og loðnuafurðir
voru að mestu seldar til Japans og
Þýskalands. Sala gekk erfiðlega og
miklar verðlækkanir urðu á árinu.
Vegna efnahagsástandsins í Rúss-
landi var lídð sem ekkert fryst fyrir
þann markað en árið 1997 tók
Rússlandsmarkaður við 90% af
framleiddum afurðum úr loðnu
og síld.
Miklar breydngar urðu á hlut-
hafahópi félagsins á síðasta ári. Ber
þar hæst kaup Samherja hf á hlut
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað
og nokkurra smærri hluthafa og
var hlutur Samherja í árslok
40,34%. Höfðahreppur átti þá
20,94% og Burðarás hf 18,41%.
Samtals voru því 79,69% í eigu
þriggja aðila. Hlutafé félagsins
nam í árslok 313,3 milljónum sem
skiptist á 314 hluthafa og hafði
þeim fækkað um 122 á árinu.
VINNSLA í LANDI.
Norburströnd, ehf.
Hjá Norðurströnd störfuðu að
meðaltali 13 starfsmenn á árinu
1999. Unnið var úr 650 tonnum af
fiski. Uppistaðan í framleiðslunni
eru saltfisksbitar fyrir markaði á
Spáni og í Portúgal. A haustmán-
uðum þegar aflahrota var hjá
handfærabátum tók fyrirtækið að
sér að sjá um aðgerð firir fiskmark-
aði. Gert var að um 500 tonnum af
fiski. Starfsemi félagsins er að
Fjörubraut 6, Skagaströnd.
Norðurströnd keypti ásamt
Gunnari Sveinssyni, Gunnari Þór
Gunnarssyni og Skagstrendingi
rækjubádnn Auðbjörgu HU 6. Um
reksturinn var stofnað einkahluta-
félagið Norðurfar ehf.
Norðurós ehf.
Hjá félaginu störfuðu að meðal-
tali 10 starfsmenn á árinu 1999.
Unnið var úr u.þ.b. 450 tonnum af
fiski. Uppistaðan í framleiðslunni
var marningur fyrir Frakklands-
markað og fryst flök á Bretland.
Starfsemi félagsins er í húsi Skúla-
horns á Blönduósi.
Fiskverkun Haraldar Arnasonar.
Rekstur Fiskverkunar Haraldar
Arnasonar var með hefðbundnu
sniði á árinu. Unnið var við að