Húnavaka - 01.05.2000, Page 252
250
H Ú N A V A K A
Höjdaskóli.
Vimtr.
Manstu, góði vinur,
er við horfðum á sólarlagið saman?
Manstu, góði vinur,
er við hlupum túninu á?
Manstu, góði vinur,
hvað var gaman?
Manstu, góði vinur,
eftir mér?
(Þórunn Júlíanna Guðmundsdóttir,
nemandi í Höfðaskóla)
Á vorönn 1999 stunduðu 107
nemendur nám við skólann í 10
bekkjardeildum. Skólahald var
með hefðbundnum hætti þar sem
áherslan er lögð á uppfræðslu
nemendanna samkvæmt þeim
kröfum er lög og reglugerðir segja
til um. En það er einnig ýmislegt
sem til tíðinda ber á svo stórum
vinnustað og margt sér til gamans
gert. Fastir árlegir atburðir eru t.d.
árshátíð nemenda, grímuball,
skólaferðalag 8.-10. bekkjar, viku-
dvöl 7. bekkjar í skólabúðum að
Reykjum í Hrútafirði, gróðursetn-
ing trjá- eða víðiplantna í svörð
Spákonufells, flippíþróttadagur og
lidujólin.
Á hverju ári berast mörg bréf
með áskorun til nemenda um að
taka þátt í margs konar samkeppni
sem oftast eru þó í formi ritgerða
eða myndræns eðlis. Að þessu
sinni tóku nemendur 4.-7. bekkjar
þátt í teiknimyndasamkeppni Is-
landspósts hf og var þema keppn-
innar - Framtíð á frímerki 2000.
Tveir nemendur í 6. bekk, þær
Katrín Inga Hólmsteinsdóttir og
Jóna Gréta Guðmundsdóttir, voru
í hópi 80 nemenda
er viðurkenningu
hlutu fyrir sín
myndverk. En Jóna
Gréta gerði enn
betur því hún
hlaut aðalverðlaun
keppninnar og
kom mynd hennar
út á frímerki á
haustmánuðum.
Þá var framhald-
ið því lestrarátaki
sem hófst á haust-
mánuðum árið
áður. I febrúar var
hraðlestrarátak og
framsagnarátak í mars. I tengslum
við þetta átak komu rithöfundarn-
ir Kristín Helga Gunnarsdóttir og
Þorgrímur Þráinsson og lásu upp
úr verkum sínum fyrir nemendur
skólans.
í maí lét Kristín Helga Olafs-
dóttir aðstoðarskólastjóri af störf-
Á 60 ára afmœli skólans sýndu nemendur m.a.
mismunandi fatatísku
liðinna áratuga. Ljósm.: H. 0.