Húnavaka - 01.05.2000, Page 255
HUNAVAKA
253
starfl samstarfsnefndar um endur-
menntun og fjarkennslu. Markmið
samstarfsins er að gera íbúum
kjördæmisins kleift að leggja stund
á hvers konar nám með sérstakri
áherslu á fjarkennslu, endur-
menntun, eftirmenntun og sí-
menntun. Búnaðurinn skal vera
öllum opinn til afnota, til hvers
kyns boðskipta, fundahalda eða
miðlunar efnis.
í lok janúar settust svo fjórir iðn-
aðarmenn á Skagaströnd á skóla-
bekk til að stunda nám til
meistararéttinda. Kennarinn var á
Sauðárkróki en með hjálp tækn-
innar gátu nemendurnir séð hann
á sjónvarpsskjá, fylgst með kennsl-
unni og rætt við hann um náms-
efnið.
Þessi valkostur gefur því mörg-
um kost á að stunda nám í heima-
byggð með litlum dlkostnaði í stað
þess að stunda nám fjarri heimili
um lengri eða skemmri tíma. Nú
þegar hafa margir fleiri nýtt sér
þennan búnað til námskeiða og
fundahalda enda er framþróunin
hröð.
Bókasafnið.
A árinu var lokið við að skrá all-
ar bækur safnsins inn í tölvu sem
auðveldar til muna alla umsjón
með bókakosd þess. Bókasafn
Höfðahrepps og skólabókasafnið
voru einnig sameinuð að formi til
en verða áfram á sitt hvorum
staðnum. Þessi sameining sparar
nokkuð kaup á sömu barnabók-
um en einnig auðveldar hún
færslu bóka milli safna eftir þörf-
um.
Utlán hjá Bókasafni Höfða-
hrepps drógust saman um 20% frá
fyrra ári. Udánin voru sem hér seg-
ir, tölur frá 1998 í sviga:
Flokkabœkur 1192 (1660)
Skáldsögur 2619 (3442)
Barna- og unglingab. 2350 (3194)
Tímarit 1713 (1727)
Myndbönd 1331 (1527)
Alls voru údánin 9205 miðað við
11550 árið áður. Gestafjöldi var
2273, þar af 1041 yngri en 16 ára.
FÉLAGSLÍF.
Slysavarnarfélag Skagastrandar.
Starfsemi félagsins var töluverð
á árinu. Ekki var þó um stærri út-
köll að ræða en tvisvar var björgun-
arsveitin sett í viðbragðsstöðu þó
ekki yrði af aðgerðum.
En til þess að félagið sé tilbúið
dl þeirra verkefna sem því ber að
sinna ef þörf krefur þá þarf það að
eiga og halda við margvíslegum
tækjabúnaði og húsnæði undir
hann og í það fer mikil vinna. Fé-
lagið þarf að hafa öflugar bifreið-
ar dl afnota, björgunarbát,
fjarskiptatæki og ýmis önnur björg-
unartæki.
Af helstu verkefnum má nefna
að í sumar var keypt bifreið, Chevr-
olet Suberban, árgerð 1988, af
Björgunarsveitínni Ingólfí í Reykja-
\ík og hefur síðan verið unnið að
breydngum á henni. Þá sjá félags-
menn um framkvæmd sjómanna-
dagsins og hafa einnig tekið að sér
gæslu á Kántrýhátíð.