Húnavaka - 01.05.2006, Page 16
14
HUNAVAKA
Því næst hóf ég störf hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík sem þá
var undir sakadómi Reykjavíkur. Seinna meir var henni breytt í RLR eða
Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þarna störfuðu margir afbragðsgóðir og
eftirminnilegir rannsóknarlögreglumenn eins og Njörður Snæhólm, yíir-
lögregluþjónn, sem maður lærði mikið af urn mannleg samskipti og
rannsóknir opinberra rnála sem nýst hefur manni alla tíð síðan.
Eg var í RLR þegar Geirfínnsmálið var í rannsókn en við það starfaði
nokkur hópur rannsóknarlögreglumanna RLR. A sínum tíma var mikið
um það fjallað í fjölmiðlum og víðar enda mjög erfitt og umfangsmikið
mál sem fór illa af stað sem varð þess valdandi að „flækjustig“ þess varð
mjög hátt og erfitt reyndist að greiða úr því fyrir \dkið
Eg lauk prófi í lögfræði árið 1983 frá lagadeild Háskóla Islands en hóf
í byrjun júnímánaðar sama ár störf hjá sýslumanninum í Suður-Múlasýslu
og bæjarfógetanum á Eskifirði sem þá var Bogi Nilsson, nú ríkissaksókn-
ari. Síðar um sumarið fluttu austur til Eskifjarðar, Hrefna, kona mín og
Asa, dóttir okkar. Eg starfaði sem löglærður fulltrúi hjá sýslumanns-
embættinu í þrjú ár og kunni mjög vel við mig en þessi ár voru ákaflega
minnisstæð og lærdómsrík.
Eg hélt m.a. síðasta manntalsþing sem haldið var í Mjóafjarðarhreppi
en á þessum tíma var verið breyta skipulaginu og fella niður árleg mann-
talsþing sem venja var að sýslumenn héldu í hverjum lireppi. Þar lenti
ég í mikilli veislu hjá Vilhjálmi Hjálmarssyni, fyrrum menntamálaráð-
herra og bónda á Brekku, og Sigfúsi syni hans. Eg hafði nokkrum sinn-
um áður farið með Boga Nilss)Tii sýslumanni um hreppa Suður-Múlasýslu
og háð manntalsþing. Manntalsþingin voru reyndar fjxst og fremst sótt af
sýslunefndar- og sveitastjórnarmönnum. Sýslumaður eða fulltrúi hans
þinglýstu formlega á manntalsþingum þeirn skjölum sem skráð höfðu
verið til þinglýsingar á árinu en lítið var um önnur erindi. Minnisstætt
er að Vilhjálmur Hjálmarsson, sem fylgdist vel með gangi ntála í Mjóa-
firði, óskaði sérstaklega eftir að fá að vita nákvæmlega um hvaða þinglýs-
ingar hefðu farið fram í Mjóafirði og annað markvert hjá embættinu sem
sneri að Mjóafjarðarhreppi.
Þann 1. september árið 1986 var ég ráðinn sent bæjarstjóri í Eskifirði
og var í því starfi eitt kjörtímabil. Það var rnjög áhugavert starf og með
því breytti maður gjörsamlega um vett\'ang. Einn ágætur kunningi minn
hafði samband við mig þegar hann frétti að ég var orðinn bæjarstjóri og
óskaði mér til hamingju. Nefndi hann að þar með hefðu orðið rniklar
breytingar á högurn mínum, á þann veg að hjá sýslumannsembættinu
hefði ég verið að vinna við málefni þar sem hlutirnir færu ekki eins og
þeir ættu að fara og yfir í starf þar sem hlutirnir færu yfirleitt eins og
jieir ættu að fara.
Eftir fulltrúastarf mitt hjá sýslumanninum á Eskifirði fékk ég réttindi
sem héraðsdómslögmaður en jrá voru reglurnar þannig að þegar lög-
fræðingur hafði verið fulltrúi hjá sýslumanni í þrjú ár átti hann rétt á að
sækja um héraðsdómslögmannsréttindi til dómsmálaráðuneytisins. Fyrir