Húnavaka - 01.05.2006, Page 19
H Ú N A V A K A
17
málsins og aðilum þess og má segja að þar hafi verið um nokkurn „hegn-
ingarauka“ að ræða.
Syneta slysið
Ájóladag 1986 varð eftirminnilegur atburður. Haft var samband við mig
heim og mér dlkynnt að breska lýsisflutningaskipið Syneta, sem var 1200
tonna skip, væri að sökkva eftir að hafa um nóttina strandað við eyjuna
Skrúð í mynni Fáskrúðsfjarðar en um borð væri 12 manna áhöfn. Sýslu-
maðurinn, Sigurður Eiríksson, var þá staddur á Akureyri og fulltrúi hans,
Inger L. Jónsdóttir, sem nú er sýslumaður á Eskifirði, var í námsleyfi í
Bandaríkjunum. Eg var því eini lögfræðingurinn á staðnum og hnútum
kunnur á sýsluskrifstofunni og var þ\í um hæl settur sem sýslumaður af
dómsmálaráðuneytinu. Það kom því í rninn hlut að taka við stjórn björg-
unar- og lögregluaðgerða á sjálfum jólunum. Björgunarsveitirnar á Aust-
urlandi og nokkrir bátar frá Eskifirði og Fáskrúðsfirði fóru út að Skrúð til
jDess að reyna björgun.
Syneta var að koma frá Englandi til Eskifjarðar að lesta lýsi. Yfirmenn
skipsins voru Bretar en undirmenn frá Grænhöfðaeyjum. Björgunar-
menn náðu sex líkum en þau voru í björgunarvestum en misstu tvö sem
runnu úr björgunarvestunum og hurfu í hafdjúpið. Einn skipveijinn var
talinn með lífsmarki, var meðvitundarlaus þegar hann var færður um
borð í eitt björgunarskipið en var síðar úrskurðaður látinn. Engar upplýs-
ingar fengust því hjá honum, engir sjónarvottar að slysinu og öll skips-
höfnin látin. Hæglætisveður var þegar slysið átti sér stað, stjörnubjart og
vel ratbjart svo að talið var að Skrúður, sem er um 160 metra há hamra-
eyja, hafi átt að vera vel sýnileg með berum augum.
Við rannsókn málsins voru settar fram nokkrar kenningar um tildrög
slyssins en ekki hefur verið hægt að færa fram fullnægjandi rök fyrir hvað
í rauninni gerðist. Þetta slys varð Bubba Mortens að yrkisefni en hann
samdi síðar lagið „Syneta“ við eigin texta.
Breytt um starfsvettvang
Þegar kjörtímabili bæjarstjórnar Eskifjarðar lauk árið 1990 fluttumst við
fjölskyldan til Reykjavíkur og ég starfaði sem héraðsdómslögmaður
næstu tvö ár á Málflutningsstofu Guðmundar Péturssonar hrl. Hákonar
Árnasonar hrl. og Péturs Guðmundarson hrl. Þar var um að ræða elstu
málflutningsstofu landsins sem stofnuð var árið 1907 af afa mínum, Pétri
Magnússyni hrl. alþingismanni og ráðherra og Sveini Björnssyni hrl. síð-
ar forseta, og fleirum. Það var afskaplega lærdómsríkt að breyta um
starfsvettvang og vinna með góðum og reyndum lögmönnum að margs
konar athyglisverðum málum.