Húnavaka - 01.05.2006, Page 29
GUÐMUNDUR FRIMANN:
Þáttur um Brynjólf í Þverárdal
og hirðskáld hans
Það fer vart milli mála að einn sérstæðasti persónuleiki meðal bænda í
Austur-Húnavatnsþingi, eða nánar tiltekið við austurjaðar þess, var
Brynjólfur Bjarnason er lengst af hefur verið kenndur við síðara ábýli
sitt, Þverárdal á Laxárdal fremri.
Brynjólfur var kynborinn vel. Faðir hans var Bjarni Magnússon
(f. 1831), sýslumaður í Vestmannaeyjum frá 1861-1871 og þar var
Brynjólfur fæddur 1865. í ætt Brynjólfs var annað þjóðkunnugt skáld,
Jón Thoroddsen, höfundur Manns og konu og annarra mætra rita. Móð-
ir Brynjólfs var Hildur Sólveig, fædd 1835 á Möðruvöllum í Hörgárdal,
dáin 1915 í Stykkishólmi, dóttir Bjarna (1786-1841) amtmanns og skálds
Thorarensen.
Bjarna, föður Brynjólfs, var veitt Húnavatnsþing 1871 og gegndi hann
því embætti til æviloka 1876. Bjó hann á Geitaskarði í Langadal. Hann
varð bráðkvaddur er hann var nýkominn úr embættisferð, var hann að
hengja hnakk sinn upp á snaga í bæjargöngunum á Geitaskarði.
Brynjólfur var aðeins sjö ára er hann fluttist 1872 með foreldrum sín-
um og tveim bræðrum að Geitaskarði. Þar ólst hann upp meðan hann
naut urnsjár foreldra sinna beggja. Meðan Bjarni sýslumaður liíði, hafði
hann sem ráðsmann 1873-1876 og síðan ekkja hans til 1886, Árna Þor-
kelsson (1852-1940) frá Skeggsstöðum í Svartárdal. Það ár kvongaðist
Arni fósturdóttur sýslumannshjónanna, Hildi Sveinsdóttur, bónda á
Frímannsson var fæddur 29. júlí 1903 að Hvammi í
Langadal. Hann átti lengstum heima á Akureyri og
stundaði húsgagnasmíði, bókband og kennslu. Hann
var kennari \ið Gagnfræðaskóla Akureyrar 1951-1972.
Var sagnahöfundur og þýðandi. Hlaut styrk úr Rithöf-
undasjóði ríkisút\'arpsins í fyrsta skipti sem úthlutað var
úr sjóðnum og skáldalaun frá 1937. Fyrsta ljóðabók
hans var Náttsólir sem kom út 1922, síðan komu út
margar lleiri ljóðabækur. Einnig liggur eftir hann fjöldi
rísna- og þjóðfræðiþátta og þýddra smásagna í blöðum
og tímaritum. Kona hans var Ragna Sigurlín Jónasdótt-
ir frá Akureyri og eignuðust þau þijár dætur.
Guðmundur lést 14. ágúst 1989.