Húnavaka - 01.05.2006, Page 32
30
I i U N AVA K A
að ræða, það menn vissu. Oft bar það til tíðinda að Brynjólfur tók sér
ferð á hendur niður að Bólstaðarhlíð, hefði hann frétt af því að einhverj-
ir sem hann taldi til æskilegra gesta í Þverárdal væru á faréli, annað
tveggja norðan yfír Stóra-Vatnsskarð eða utan Langadal. Komu þar marg-
ir við sögu. Þetta vísubrot, Þorsteins Erlingssonar, bendir til þessa:
Bólstaðarhlíð úr þjóðbraut þvert
en Þverárdalur á hvers manns vegi.
Þorsteinn var einn gistivina Brynjólfs. Hann kvað einnig þessa vísu eftir
komu sína að Þverárdal.
Að gera sér með gestum kátt
í glaumi og söng er hérna vandi
og með þeint ríða unt miðja nátt.
Margt er skrýtiö á Norðurlandi.
Þessar tiltektir Þverárdalsbóndans kölluðu gárungarnir „mannaveiðar"
með nokkrum rétti. Og hann var örugglega oft á veiðum bóndi sá.
Aður en lengra er haldið er rétt að rifja upp litla sögu. Meðan
Brynjólfur var í Þverárdal var hann lengst af forsöngt'ari í Bólstaðarltlíð-
arkirkju. Þar var meðhjálpari á sama tíma hinn landskunni fræðaþulur,
Jónas Illugason í Brattahlíð. Einu sinni við messugjörð í Bólstaðarhlíð-
arkirkju hentu Brynjólf þau mistök að spila annan sálm en kirkjukórinn
söng. Jónas meðhjálpari stóð í kórdyrum og glotti við tönn. Ekki löngu
síðar lenti Jónas sjálfur í bænabókarvillu. Fann hann ekki rétta bæn fyrr
en eftir nokkrar sviptingar nteð blöð bænakversins. Sagði hann þá svo
hátt að vel mátti heyra um alla kirkjuna. „Nú, hvar er bænin, nú, hvar er
andskotans bænin? Jú, jú, hérna er hún.“ Þá rak organleikarinn upp
skellihlátur. Þá mæld Jónas. ,Já, nú gat Brynki hlegið.“
Þegar frú Hildur brá búi á Geitaskarði en það var ekki fyrr en eftir gift-
ingu fósturdótturinnar, Hildar yngri, leitaði hún inn dl dala, í átt dl son-
ar síns. Ekki fór hún beinustu leið, heldur inn að Bollastöðum í
Blöndudal á vit bændahöfðingjans, Guðmundar Gíslasonar. Á Bollastöð-
um dvaldi hún nokkur ár í húsmennsku með yngsta son sinn, Pál
Vídalín, er löngu síðar varð sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og enn síðar
Snæfellinga og lést þar fyrir aldur frani 1930. Frá Bollastöðum fór svo
frú Hildur alfarin til Brynjólfs sonar síns að Þverárdal. Var hún bústý'ra
hans fyrst eftir skilnað jreirra Steinunnar, þangað dl Ingibjörg tók þar
við búsforráðum. Eftir jrað var frú Hildur á vegum sonar síns að öllu
leyd.
Frú Hildur var mikil forstandskona og nýtin á allt, jafnvel notkun ljós-
meds, lét sér nægja litla ljóstíru á náttborðið sitt. Þótti Brynjólfi sparsemi
móðurinnar ganga of langt í mörgum dlvikum. Eina nótt varð frú Hildi
svefns varnað vegna glaums og gleðiláta framan úr gestastofunni. Þar sat