Húnavaka - 01.05.2006, Page 33
H Ú N A V A K A
31
Brynjólfur við víndrykkju og spilamennsku með góðvinum sínum og
hafði opinn upp á gátt vínskápinn góða. Þeir félagar vissu ekki fyrr til en
frú Hildur birtist í stofudyrunum og leit yfir hópinn, segjandi. ,Ahir full-
ir og fjögur ljós.“ Gestirnir hlógu en Brynjólfur bað móður sína blíðlega
að hverfa sem skjótast.
Ekki veit ég, fógeti góður
Áður en sagt verður frá þeim er síðar verða nefndir „hirðskáld" Brynj-
ólfs, telur höfundur þessa þáttar henta vel að segja eina ástar- og örlaga-
sögu sem gerðist í Þverárdal á síðari búskaparárum Brynjólfs eða árið
1905. Lesendur þessa þáttar eru beðnir að hafa í huga við lestur síðari
hluta hans, þar sem horfíð er í frásögninni aftur til þess árabils er hirð-
skáldin svonefndu gerðu garðinn frægan í Þverárdal en það var 11 til 12
árurn fyrr. I þeim hluta þáttarins verður vísað til stöku er segir frá hér í
upphafsþættinum. Ástæðan til hins tímalega tilfærsluhlaups höfundar
]ressa þáttar er sú að hér er framhaldið að segja frá gestrisni og gam-
anyrðum Brynjólfs og hægara um vik að koma eftirfarandi sögu hér á
framfæri og tengja hana þannig því sem áður segir um Brynjólf.
Einn var sá höfðingsmanna er leitaði sér gleðifanga til Brynjólfs í Þ\’er-
árdal þótt ein síðasta gleðin reyndist þeim hinum sama harla örlagarík
áður en langt um leið. Þessi höfðingi var Guðmundur (1873 -1953) frá
Svarfhóli í Stafholtstungum er þá var settur sýslumaður í Skagafjarðar-
sýslu, síðar sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. Mætti Guðmund-
ur alloft til gleðihófs í Þverárdal enda leiðin ekki ýkjalöng er til
gleðskapar var að sækja. Guðmundur hafði kvongast fyrir þremur árum,
16. maí 1902, er hann tók við embætti sem réttarvörður Skagfirðinga.
Kona hans var Þóra Leopoldína (1879 -1967) Júlíusdóttir læknis Hall-
dórssonar.
Eins og áður segir gengu gamansögur um Brynjólf og gistivini hans
um nálægar sveitir. Að sjálfsögðu voru margar þeirra ýktar og gengnar úr
sannleiksgjörðunum og ekki fóru sögur af Guðmundi fógeta með öllu
framhjá sveitaslúðrinu. Sú eina saga er hér verður bókfærð og snertir
Guðmund segir frá gistingu hans í Þverárdal en samkvæmt því er síðar
kom fram hefur það gerst í byrjun marsmánaðar 1905. Enda þótt gleði-
hóf hafi verið að venju er talið að Guðmundur fógeti hafi verið eini næt-
urgesturinn að þessu sinni enda Brynjólfur átt að segja við Guðmund,
um það bil, sem gengið skyldi til rekkju. „Ekki veit ég, fógeti góður, hvar
ég á að hola þér niður. Hvort \lltu heldur sofa hjá Imbu minni eða Imba
lúri hjá þér.“ Gerði sýslumaður ekkert með gambur Brynjólfs og var hon-
um búin rekkja í drykkjustofunni og boðin góð nótt. Árla morguns bar
Ingibjörg ráðskona sýslumanni morgunkaffi og mun hafa staldrað við
hjá honum nokkra stund. Liðu svo fram tímar en innan nokkurra vikna
töldu sérfróðir menn að þar færi ekki kona einsömul sem Ingibjörg fór.