Húnavaka - 01.05.2006, Page 35
H U N AV A K A
33
Raunar koma þar við sögu þrír vel hagorðir menn, ýmist samtímis eða
ekki, þótt enginn þeirra yrði til að flytja Brynjólfi neina lofdrápu að hirð-
skálda sið. Auk þeirra nældi Brynjólfur sér í 9 ára piltunga er hann hugð-
ist gera að skáldi, sem síðar varð, enda þótt það yrði ekki með tilsögn
Brynjólfs. Brynjólfur kunni ekki á rímbönd og þess háttar formúlur.
Verður þessa skáldefnis getið nánar undir lok þessa þáttar.
Hiklaust má telja einn fremstan þeirra hirðskálda sem Brynjólfur hafði
á sínum snærum. Sá hét Baldvin Halldórsson. Baldvin var fæddur, 29.
júní 1862, að Hamragerði í Mælifellssókn. Fór 7 ára frá foreldrum sínum
til frændfólks síns að Eiríksstaðakoti í Svartárdal og þaðan 8 ára að Gili í
sörnu sveit. Þar var hann í sex ár „við harðan kost“. Húsbóndi hans var
Jósafat bóndi Sigvaldason (f. 1828) sem Magnús fræðimaður á Syðra-Hóli
kallar „hörkutól“ í þætti sínum í bókinni Hrakhólar og höfuðból.
Baldvin var talinn smalamaður Jósafats. Stirt féll á með þeim, hús-
bóndanum og smalanum. Jósafat var „harður við strákinn en hann
þrjóskaðist \ið og kvað níðvísur“.
Lauk þeirra samveru með því að strákur strauk úr vistinni og flúði til
Hannesar bónda Gíslasonar að Fjósum, þess er drukknaði í Blöndu 1882
ásamt nafna sínum, Hannesi Björnssyni frá Ljótshólum. Sumir telja að
Bald\in hafi á Gils árunum kveðið eftirfarandi vísu þótt aðrir telji að hún
sé um Þverárdal og er það raunar sennilegra.
Að fagra beri fannblæju,
fjalla hver einn salur.
Lítið er um ánægju
í þér Svartárdalur.
Hringhendurímið og brot á því bendir til þess að síðari tilgátan um til-
efni vísunnar sé rétt. Sé vísan kveðin á Gili, þá hefur krókur snemma
beygst til skáldskapar hjá Baldvini því hann var af flestum talinn launson-
ur Baldvins skálda Jónssonar, sem var Þingeyingur, kynjaður frá Ytra-Fjalli
og Rauðuskriðu í Skriðuhverfi.
A Fjósum dvaldi Baldvin allt til tvítugsaldurs. Þá flutti hann til Skaga-
fjarðar að nýju og dvaldi þar á ýmsum bæjum. Arið 1891 gerist hann svo
vinnumaður og hirðskáld Brynjólfs í Þverárdal, þá 28 ára að aldri. Nokk-
uð mun Bald\án hafa verið óeirinn í vinnumennskunni eins og títt er um
skáld og síðar segir frá. Benda til þess sumar þeirra fáu vísna hans sem
hér verða tíndar saman en fleiri voru vísur hans af því tagi þó ekki verði
þær tíundaðar í þessum þætti.
Sló í brýnu milli þeirra
Eins og ljóst er af framansögðu gerðist Baldvin vinnumaður í Þverárdal
meðan Steinunn hafði þar búsforráð. Jafnan var grunnt á því góða með