Húnavaka - 01.05.2006, Page 36
34
II U N A V A K A
Baldvini og Steinunni. Baldvin var nokkur vínmaður á þeim árum, níð-
skældinn, ef því var að skipta, örlyndur og gletdnn. En Steinunn kald-
lynd, harðdræg og viðurgjörningur hennar við heimafólk í naumara lagi,
að talið var. Sló oft í brýnu milli þeirra og notaði Baldvin þá hagmælsk-
una sér til stuðnings er þau áttust við. Hugur Baldvins til Steinunnar
kemur glöggt fram í vísu þessari, er hann kvað til hennar.
Oldu kvalin Ymis-tönn,
aldrei gleymir vélum.
Sú var alin eiturhvönn
upp á tveimur pelum.
(Ymis-tönn -kenning =Steinunn: Peli =ntörk)
Fjárhund góðan átti Baldvin sem hann hafði miklar mætur á. Einhverju
sinni var hann að klappa seppa og tautaði þá vísu þessa.
Best mun skína á baki þínu, vinur,
ótal myndir upphleyptar
af eðallyndi Steinunnar.
Mun honum hafa runnið til rifja holdafar vinar síns og förunautar. Oðru
sinni var það að Baldvin kom þrekaður og þreyttur heint úr sntala-
mennsku. Bað hann Steinunni að gefa sér að drekka. Svaraði hún illu til
og sagði að hann gæti drukkið úr bæjaiiæknum. Þá kvað Baldvin.
Oð svo galar andi minn,
öllu skal til kosta
að ei þér svali andskotinn
í eilífum kvalaþorsta.
Margar vísur, þessum líkar, kvað Baldvin til Steinunnar en ekki verða
taldar hér fleiri. Heldtir andaði köldu til Steinunnar og dvalarinnar í
Þverárdal ef hann gat annars hvors í vísum sínum. Vísa, gerð á heimleið
til Þverárdals, ber þess ljóst vitni.
Heim ég róla þreyttur þrátt,
Þverárdals að greni.
Reynsluskóla gegnum gátt,
geisli sólar lýsir srnátt.
Jafnan fór vel á með þeiin Baldvini og Brynjólfi. Þó gat út af brugðið, því
Baldvin var stríðinn og gerði húsbónda sínum marga munnlega skráveif-
una enda stóð Brynjólfur vel til höggsins vegna trúgirni sinnar og hrekk-
leysis. Jafnan voru glettingar Baldvins græskulausar og þótti Brynjólfi
vænt um Baldvin, þrátt fyrir allt.