Húnavaka - 01.05.2006, Page 40
38
H UNAVAKA
Útlegðar um vígavöll,
-vinir hvar ei bjarga-
eru farin fetin öll,
fyrr en varir marga.
Átti von á góðum veitingum
Þess var áður getið að Baldx in \’ar nokkuð óeirinn og rásgjarn út af heim-
ilum sínum. Var hann oft á ferðastjái innan sveitar og utan. Einu sinni
kom hann, ásamt fleiri góðvinum, framan úr Víðidal. Leið þeirra félaga
lá fram hjá Hnausum í Þingi og ætlaði hópurinn að gista þar. Þá bjó í
Brekku í Þingi, Guðmundur Frímann Agnarsson, Jónssonar skálds, dótt-
ursonur Guðmundar Ketilssonar. Dótdr Guðmundar í Brekku hét Ogn,
myndarleg stúlka og hagmælt vel eins og margir ættmenn hennar. Mun
Baldvin hafa verið í kunningsskap við liana eða haft hug á að kynnast
henni. Einhver samferðamanna hans eggjaði hann á að gista með þeim
félögum í Hnausum en hann tók því víðs fjarri og kvað.
Mína heyrðu sanna sögn,
sveigir - frægur - spanga.
Heima í Brekku, hjá henni Ögn,
halla eg mér á vanga.
Síðar flutdst Ögn með fólki sínu frá Brekku að Sauðanesi á Ásum. Um
þetta leyti átti Baldvin leið um Ásana og hugðist gista í Sauðanesi. Hann
virtist hafa átt von á góðum veidngum þar á bæ því hann kvað.
Þótt mér dauðans þyrnidís,
þungar nauðir lesi,
Suttungs auður aldrei frýs
uppi í Sauðanesi.
Ekki er þáttarhöfundi kunnugt um hver endir varð á kunningsskap
þeirra Baldvins og Agnar, enda hafði Baldvin „öðrum hnöppum að
hneppa“ í ástamálum.
Glöð og söngvin sál
Meðan Baldvin var vinnumaður í Þverárdal, talinn 28 ára, var þar í vist
nteð honum Sigríður Jónsdóttir 21 árs, ættuð frá Skollatungu, gjörvuleg
stúlka og hvöt til verka. Sama heimilisfólk er skráð í Þverárdal árið eftir
1892 en 1893 er Baldvin skráður á Fjósum. Meðan Sigríður og Baldvin
voru samtíða í Þverárdal varð Baldvin á að „stelast í smiðjuna“ hjá Sig-