Húnavaka - 01.05.2006, Síða 41
HUNAVAKA
39
ríði eins og íyrr er sagt um Guðmund fógeta og Ingibjörgu Ólafsdóttur.
„Glöð og söngvin sál vinnukonunnar ungu og orðsnilld skáldsins runnu
saman í eitt. Avöxtur þess varð lítið stúlkubarn er skírt var Stefanía“, seg-
ir orðrétt í eftirmælagrein um aðra konu, Kristínu Guðmundsdóttur, er
var þessum málum tengd og kemur síðar við sögu. Þótt Brynjólfur væri
barnelskur, sá hann sér ekki fært að stofna til barnaheimilis í Þverárdal,
jafnvel þótt Sigríður Jónsdóttir væri vegna fegurðar og annarra kosta
kvenna líklegust til að geta stuðlað að og íyllt slíka stofnun. Enda fékk
Brynjólfur sönnun þess ári síðar að Sigríður gætti ekki svo vel sem skyldi
„smiðju sinnar“. Stefaníu litlu var kontið fyrir á Fjósurn hjá skyldfólki sínu
og raunar föður þótt hans nyti ekki lengur við en til næsta árs 1894. Þann
stutta tíma sem Baldvin naut samvista við dóttur sína var hann óeirinn
sem fyrr og fór víða yflr. Eitt sinn, þegar hann kom heim að Fjósunt og
barnið brosti við honum, kvað hann.
Skýrleiks sólar sjá má vottinn
sem hér bólar á,
samt í ólánsakri sprottin,
ertu fjólan smá.
Þriðja hirðskáldið
Þá er við hæfi að geta betur Kristínar þessarar Guðmundsdóttur sem
nefnd var hér áður. Með fæðingu hennar varð önnur örlaga- og ástarsag-
an til á dögum Brynjólfs í Þverárdal og ekki sú ómerkasta er fram liðu
stundir. Skal nú vitnað orðrétt í áðurnefnda minningargrein um Ki ist-
ínu sem birtist í Islendingaþáttum Tímans 8. febrúar 1984.
„Kristín Jakobína Guðmundsdóttir var fædd í Þverárdal, fremsta bæ á
Laxárdal í A-Húnavatnssýslu þann 29. nóvember 1894. Foreldrar, Guð-
mundur Finnbogason og Sigríður Jónsdóttir, vinnuhjú þar.“ Síðar í grein-
inni segir. „Sigríður rakaði áfram í Þverárdal, svo 18 gusur voru á lofti.“
Þetta er vafalaust rétt nema vafasamt verður að teliast að gusurnar hafí
verið 18.
Þarna er komið að þriðja hirðskáldi Brynjólfs í Þverárdal, sé áður
nefndur piltungi ekki með talinn. Guðmundur þessi Finnbogason var
vinnumaður í Þverárdal þegar Kiistín fæddist ári eftir að Sigríður átti
fýrra barn sitt, Stefaníu, með Baldvini.
Guðmundur var dável hagorður þótt ekki jafnaðist hann á við Bald-
vin og þarna var kominn í sjónmál þriðji „smiðju“þjófurinn í Þverárdal á
dögum Brynjólfs.
Guðmundur Finnbogason var, að því er þáttarhöfundi hefur verið
tjáð, ættaður frá Illugastöðum á Laxárdal fremri og mun hafa verið for-
frændi Finnboga, stórathafnamanns á Búðum og síðar í Gerðum. Kristín
litla, dóttir Sigríðar frá Skollatungu og Guðmundar, var aðeins „sólar-