Húnavaka - 01.05.2006, Page 45
H U N A V A K A
43
Harmur napur hjartað slær,
heiðurs - tapast - prísinn.
Eg hefí hrapað heims í klær,
hörð er skapadísin.
Efdr að Baldvin kom til Vesturheims hefur hann eflaust rnarga vísuna
kveðið sem verð er langra h'fdaga. Nokkrar þeirra eru í vísnasafni Mar-
geirs á Ogmundarstöðum.
I títtnefndri minningargrein, um Kristínu Guðmundsdóttur, segir í
sambandi við Stefaníu, hálfsystur hennar, dóttur Baldvins. „Með hana
fluttist hann til Ameríku þar sem hún varð ættmeiður og merkur stofn ís-
lenskur." Það verður að teljast vafasamt í meira lagi að Baldvin hafí farið
með svo unga dóttur í farteski sínu til Vesturheims þar sem Baldvin er
vinnumaður og samtíða Sigríði í Þverárdal 1891 en fer til Vesturheims
1894. A því tímabili hefur Stefanía fæðst. Hitt er rétt að Stefanía fór til
Vesturheims en sennilega hefur hún þá verið ungfullorðin.
HELSTU HEIMILDIR:
Kirkjubœkur 1888, Lögfrœðingatal, Jarða- og búendatal í Skagajirði 1781-
1949, Isl. œviskrár (EÓS.), Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum, Frúin í Þverárdal,
þáttur eftir Sigurð skólameistara Guðmundsson, Hrakhólar og höfuðból, þœttir
eftir Magnús Björnsson frœðimann á Syðra-Hóli, Islenskir samtíðarmenn og
minningargrein um Kristínu Guðmundsdóttur í Islendingaþáttum Tímans 8.
febrúar 1984.
G.F.
Gefið á pela
Húnvetningur einn, drykkfelldur nokkuð, kom á bæ. Kona kom til dyra. Rétti hann
henni vasapela og spurði hvort hún gæti hjálpað sér um brennivín á hann. Fór kon-
an með glasið og kom með það fullt aftur. Maðurinn tók við því og þótti eitthvað at-
hugavert við litinn. Kvað hann þá þessa vísu:
Þitt er lasið þankafar,
þú hefur hrasað kona.
Keytuglasagrundirnar
gefa á vasann svona.
Skrudda.