Húnavaka - 01.05.2006, Page 53
H U N A V A K A
51
tvo og hálfan metra en vegaxlir skyldu vera 0,75 m svo að auðvelt væri
að breikka þá síðar. Einnig skuli reglulega vera útskot.
Blönduósshreppur var stofnaður 1914 með skipdngu frá Torfalækjar-
hreppi. Þá um sumarið gerir Friðfínnur mikið ræsi gegnum veginn við
Vilmundarstaði sem seinna hlutu nafnið Bjarg.
Sumarið eftir tekur Þorsteinn Þorsteinsson að sér að endurgera veginn
frá veitingahúsinu að brúnni, endurbyggja íjögur ræsi og byggja t\'ö ný.
Gerði hann einnig skurð með öllum veginum. Þorsteinn vann líka, ásamt
Kristjáni Sigurðssyni, með Friðfmni við að steypa ræsi í veginn við sölu-
búð Péturs Péturssonar kaupmanns haustið 1916.
Vegurinn var strax farinn að þurfa viðhald og vorið 1918 fær Snorri
Kristjánsson 100 kr. íyrir að aka 200 kerruförmum af möl í veginn frá
Olafshúsi niður að beygjunni við skúr Sigurðar Berndsen þar sem sam-
komuhúsið reis síðar.
Sumarið eftir var svo borið í 230 m kafla ofar á veginum. Enn var
Snorri að malbera veginn 1923, ásamt Kristjáni Sigurðssyni. Þá er steypt
ræsi \lð hesthús Friðfinns. Þegar þarna var komið sögu var vegurinn orð-
inn þokkalegur enda nú bílaöld að hefjast á Blönduósi. Sjá má af upp-
talningu á öllum þessum ræsum hve mikið þurfti til að þurrka mýrina.
Er þú lítur Blönduóssborg, burtu kasta allri sorg, segir í vísu Bjarnajóns-
sonar frá Gröf sem bjó á Blönduósi um þetta leyti. Síðar í vísunni segir,
fólksins þröng fyllir jafnan strœtin löng. Tæpast er hægt að segja að mörg
stræti hafí verið á Blönduósi á þessum tíma enda var Bjarni hinn mesti
háðfugl. Eiginlega var ekki nema ein gata í bænum. Hún lá nokkurn veg-
inn eins og Aðalgata og Blöndubyggð liggja nú upp að brú. Þaðan út
Húnabraut og Hafnarbraut að bryggjunni og með stuttum afleggjara að
Kvennaskólanum.
Afundi sýslunefndar, 18. apríl 1918, kom tillaga frá nefndarmönnum
úr Svínavatns-, Torfalækjar- og Blönduósshreppi, þess efnis að sýsluvegur-
inn frá flutningabrautinni sunnan við Blöndubrú upp í svokallaða Klauf
verði fluttur til. Þannig að hann liggi af flutningabrautinni sem næst
gegnt því sem sýsluvegurinn upp með Blöndu liggur að brautinni suð-
austur }Tir KleifarmjTÍ og á núverandi sýsluveg aftur þar sem landsverk-
fræðingur ákveði nánar.
Þar eð minnst er á landsverkfræðinginn má geta þess að Jón Þorláks-
son kom til Blönduóss snemma sumars 1911, ásamt aðstoðarmanni sín-
um, Glúmi Hólmgeirssyni. Verkefni þeirra var að mæla fyrir veginum frá
Blöndubrúnni. Jón vildi láta þjóðveginn liggja suðvestur }Tir sléttlendið
og upp á Miðholtið en kaupmennirnir risu gegn því og varð Jón að
beygja sig. Vegurinn niður með ánni varð aðalleiðin þó að Jón teldi sína
dllögu betri. Hann hafði áður þurft að beygja sig fýrir kaupfélagsmönn-
um utan ár.