Húnavaka - 01.05.2006, Page 54
52
HUNAVAKA
Afleggjari
Víkur nú sögunni að öðru um sinn. Löngu fyrr en hér er komið sögu
hafði Höephnersverslun eignast lóðarspildu, frá almannaveginum við ár-
bakkann, allt suður í brekku svo að ekki varð komist niður í fjöru nema
fara yfir lóðina eða alveg út undir Blöndu. Nú voru Blönduósingar farn-
ir að nota steinsteypu í hús sín og ef vantaði steypumöl þurfti að komast
í fjöruna. Sæmundsen verslunarstjóri hafði leyft Zophoníasi Hjálmssyni
að fara yfir lóðina til malarfiutninga þegar hann byggði hús sitt 1905.
Vorið 1907 hugðu margir á húsbyggingar á Blönduósi. Einn þeirra var
Þorsteinn Bjarnason kaupmaður. Hann eins og fleiri höfðu fengið neit-
un lijá Pétri Sæmundsen þegar hann vildi fá leyfi til að sækja sér steypu-
efni í fjöruna yfir lóð verslunarinnar. Því sömdu hinir væntanlegu
húsbyggjendur áskorun til sýslunefndar og sóknarprests en hann hafði
með höndum úthlutun lóða á verslunarstaðnum. Skrifuðu velflestir hús-
ráðendur á staðnum undir plaggið sem einnig var sent hreppsnefndinni.
Vildu þeir að tekið yrði af lóðinni fyrir veg til sjávar, norðan kirkjunnar.
Málin virðast hafa leyst því að húsin risu öll.
Þeir sem byggðu voru: Bindindisfélagið Tilraun sem byggði samnefnt
hús, Helgi Gíslason reisti Kristófershús, Þorsteinn Bjarnason verslunar-
og íbúðarhús og Þórarinn Bjarnason byggði Sunnuhvol. Hann bar
steypumölina upp brekkuna í pokum. Þorleifur jarlaskáld sneri á Sæ-
mundsen og byggði hús sitt, Sandgerði, \’estan \ið lóð Höephners, nánast
niðri í fjöru. Auk þess byggði stúkan Vinabandið, Templarahús, að vísu
úr timbri.
A fimdi, 2. mars 1909, féllst sýslunefnd á áðurnefnda vegagerð til sjáv-
ar með því skilyrði að „Þorsteinn sæi um vegagerð þessa en viðhald yrði í
höndum sýslunnar".
Utan ár
Utan ár var talsvert öðruvísi að leggja vegi en innan ár. Víðast farið yfir
þurra mela. Sveinn í Enni lagaði veginn upp Reiðmannaklauf og sumar-
ið 1880 ruddi mágur hans, Einar Árnason bóndi á Breiðavaði, veginn frá
Skúlahorni að Blöndubakka.
Við byggingu brúarinnar varð nokkuð sjálfgefin lega vegarins út að at-
hafnasvæði kaupfélagsins og þaðan að bryggjunni eða eins og Húna-
brautin og Hafnarbrautin liggja í dag. Helsta breytingin er að vegurinn
hefur mikið verið hækkaður fyrir neðan skólann sem auð\’itað var ekki
risinn þá. Það var því talsverð brekka á veginum sunnan \’ið hús Stein-
gríms Davíðssonar sem byggt var 1939 enda var hún í daglegu tali kölluð
Steingrímshalli.