Húnavaka - 01.05.2006, Síða 59
BIRGITTA H. HALLDORSDOTTIR, Syðri-Löngumýri:
I upphafl var . . .
Manstu þegar þú fæddist? Það man ég, eins greinilega og ég man þessa
stund þegar ég sest við tölvuna og ákveð að spyrja spurningarinnar,
manstu þegar þú fæddist? Þú segir auðvitað að ég Ijúgi þessu eins og ég
sé löng til en nei, ég man nefnilega miklu meira. Eg man áður en ég
fæddist og töluvert mörg líf. Bull segirðu.en ég ætla þá bara að segja
þér hvað gerðist þegar og áður en ég fæddist.
Eg var búin að ákveða hvenær ég ætlaði í næstu jarðvist og tíminn var
að renna út. Eg vissi að getnaður færi að eiga sér stað, allt var fyrirfram
planað. Eg hafði fyrir svo löngu valið mér foreldra, stað á litlu landi norð-
ur á hjara veraldar, þar sem svo margir voru nú staddir sem höfðu verið
á sama tíma og ég á Irlandi í lífinu áður. Margar karmaskuldir áttu að
greiðast í þessari jarðvist og við vorum svo heppin að fá leyfi til að taka
þátt í mestu orkubreytingu jarðarinnar. Eg vissi að minn staður var á Is-
landi og mín verkefni voru ákveðin. Eg ætlaði að læra að losa mig við
fordóma, vera brautryðjandi í því áhugamáli mínu að engin landamæri
væru til ájörðinni, að öll trúarbrögð yrðu jöfn og að allir menn væru
jafnir, óháð litarhafti, trú eða öðru. Eg vissi að ég fengi að vinna við and-
lega leiðsögn um leið og ég fengi að þroska sjálfa mig andlega, vissi að ég
yrði að takast á við ákveðin áföll í lífinu til að styrkja mig og til að læra af.
Eg vissi svo margt á þessum tíma senr ég svo auðvitað gleymdi. Undir-
búningur undir brottför mína var hafinn og nánasti leiðbeinandi minn,
Rean, var með mér en þá kom babb í bátinn. Foreldrar mínir gátu ekki
eignast börn saman.
Þetta var áfall, hafði ég ætlað að vera ættleidd? Það var ákveðin hætta
að bruna til jarðarinnar og lenda svo á kolvitlausum stað. Eg var samt
ákveðin í að ég yrði að fara en hvað var til ráða? Mér var auðvitað ráðlagt
að fmna aðra foreldra, skipuleggja planið uppá nýtt og finna svipaðar
aðstæður jDar sem ég myndi gera líka hluti og ná þeirri reynslu sem ég
hafði hugsað mér. En þrái rninn var öllu yfirsterkari, ég varð að finna
fólk sem myndi þá gefa mig til minnar réttu fjölskyldu. Það var bara einn
ltængur á. A jörðinni er frjálst val og við getum breytt, höfum leyfi til að
skipta um skoðun eins oft og við viljum. Því var ég í raun að taka tölu-
verða áhættu nreð því að láta vaða en eðli mitt réð og ég ákvað að láta
slag standa.
Eftir mikla yfirlegu fann ég blóðforeldra sem ég varð að treysta að