Húnavaka - 01.05.2006, Side 61
II UNAVAKA
59
en ég vissi líka að mín biði maður sem hafði með mér unnið sem maki í
svo mörg líf. Eg vissi að ég yrði ung móðurlaus, yrði að þola mótlæti sem
ég óskaði ekki öðrum en sitjandi í annari vídd eru svona hlutir ekki mik-
ið mál að takast á við. Eg hafði valið mér fjölskyldu, líf og lífsmarkmið
og þarna vildi ég vera.
Það var skrýdð að vera komin svo nálægtjörðinni aftur. Eg hugsaði til
síðasta lífs í Irlandi, um listakonuna sem skapaði fullkomin verk á striga,
rnundi eftir sýningunum, frægðinni, fjárhagslegu öryggi þess að vera bor-
in inn í írskan aðal. Eg vissi að þetta yrði ólíkt nú. Eg ætlaði að skapa
með penna að þessu sinni og ég vissi líka að ég yrði að vinna með hönd-
unum. Lönd og fjármunir myndu ekki bíða mín á silfurfati. Ég brosti,
þetta var spennandi.
Fóstra ntín hugsaði vel um drenginn sinn. Hún þáði manninn sem var
faðir hans og vildi eignast hann, ég fann það og með flnlegri orku minni
ýtti ég við henni. Astin og spennan við stolnar stundir í tóft í íslenskri
sveit var engu lík. Ég hugsaði um silkiklædd rúmföt Irlands en fann að á
þessu var enginn munur. Astarbríminn var sá sami hvort sem undirlegg-
ið var silki eða hey sem hafði fyrnst frá árinu áður. En stundin kom og
bingó. Getnaður hafði átt sér stað.
Hafi ég haldið að þetta yrði létt þá hafði mér skjátlast. Konan varð vit-
stola. Annar skandall í uppsiglingu, skömmin var algjör. Hún var í raun
að eignast sinn þriðja lausaleikskróa því áður hafði hún eignast einn son.
Hún hataði ástandið, var samt hörð og köld. Vildi ráða sínu lífi, eignast
eins mörg börn og henni sýndist en leiddist óumræðilega að vera orðin
þunguð. Hún reykti, fékk sér brennivín, dansaði eins og fjallageit á böll-
um og reyrði sig, svo enginn sæi að hún ætti von á sér. Ofan á allt annað
borðaði hún sama og ekkert og fyrstu mánuðina leit hún út eins og spýta.
Þetta var áfall fyrir mig. Ég barðist við að reyna að venja mig við þenn-
an litla kropp sem óx innra með henni, reyrður aftur í hrygg, plásslaus til
að hreyfa sig og aðframkomin af innilokunarkennd. Hundrað sinnum
datt mér í hug að hætta við.
Konugarmurinn var þrjósk. Hún hoppaði ofan af fjárhúsþaki, lá í
heitu baði og fann upp á ýmsu sem ég kunni ekki við. Loks fattaði ég
hvað hún var að gera. Reyna að losa sig við mig. Þráinn í genunum var
fullkominn og því tók ég ákvörðun. Ég skyldi sýna þessari konu að við
mig losnaði hún ekki fyrr en ég væri fullburða og fædd, hvað sem hún
gerði og á réttan stað skyldi ég fara. Ef einhver heldur að það sé létt verk
að vera fóstur við slíkar aðstæður þá get ég fullvissað ykkur um að það er
tygi-
Mánuðir liðu og fóstran var loksins hætt að æla. Hún var í raun fil-
hraust og fullkomlega til þess fallin að ganga með börn. Ég fór að skoða
alla þætti og komst þá að því mér til ánægju að þetta undarlega par sem
laumaðist dl ástarleikja í skjóli myrkurs og leyndar var ýmsum kostum
búið sem ég gæd hæglega nýtt mér er fram liðu stundir. Karlinn var til
dæmis sæmilega hagmæltur og staðreyndin var nú sú að ég ætlaði að