Húnavaka - 01.05.2006, Blaðsíða 63
HUNAVAKA
61
stað. Ég vildi ekki hafa hann, þekkti hann ekki, vildi hann ekki, treysti
honum ekki. En enginn hlustaði á þrirburann sem sþórnlaust \drtist ætla
að koma í heiminn. Ég vildi vera áfram í myrku hlýju leginu. Vildi klára
meðgönguna, var farin að kunna vel \dð konuna. Fjandinn, ég hafði ekki
valið þetta.
Hríðarnar urði áleitnari og ég varð að sætta mig við hið óumflýjan-
lega, ég var að konia í heiminn. Ofsahræðsla greip mig og ég vissi ekki
hvað ég átti að gera.
— Guð, láttu mig lifa.
Hann var kominn, barnsfaðirinn, til að taka á móti mér. Þau voru bara
tvö. Engin ljósmóðir.
— Kristur, þú þekkir mig. Hjálp!!!!!!!!!!!!!!!!!
Fæðingin sjálf gekk fljótt og vel fyrir sig. Ég var samt skelfmgu losdn.
Ég lieyrði foreldra mína ræða um hvað ætti að gera við mig, á meðan ég
tróðst í gegnum fæðingarveginn. Karlinn vildi gefa mig einhverjum
lækni í næsta plássi, það var fTnna en bændafólk í sömu sveit. Ég hafði
enga orku til að mótmæla en blessuð fóstran mín sveik ekki. Hún öskraði
á karlinn að ef hún gæfi þetta barn þá færi það dl hjónanna, vina þeirra,
annars héldi hún þ\’í. Ég blessaði hana í huganum. Reyndi að treysta þ\f
að hún kæmi mér á réttan stað, varð að treysta því. Loksins samþykkti
hann þessa ráðstöfun og ég andaði léttar. Aætlun mín virtist vera að
ganga upp.
Ég var tíu merkur, ræfilsleg og hárlaus. I kuldanum utan móðurkviðs-
ins fékk ég sjokk og náði ekki andanum. Lungun neituðu að starfa og
ég fann að andlitið var að verða blátt. Konan öskraði aftur á karlinn,
hvort hann ætlaði að láta krakkann drepast en síðan tók hún mig í sínar
sterklegu hendur, óð oní kok á mér og barði mig í bakið svo að slímið
rann úr öndunarveginum. Ég náði að anda en öskraði líka um leið eins
og kraftar mínir leyfðu. Konan brosti ánægð og karlinn snerist áfram á
gólfinu.
Þessi kona var stórmerkileg. Hún batt fyrir naflastrenginn, þvoði mér
og kom fyrir í skókassa, annað var ekki tiltækt. Einhver föt fékk ég og svo
teppi sent átd að halda á mér hita. Ég grenjaði eins og hljóðin le}fðu en
hún virtist vera fullkomlega yfirveguð. Fór strax á fætur, þreif sjálfa sig
og hellti síðan uppá kaffi. Kaffi, ég átd ekki til orð, ætlaði hún að gefa
karlasnanum kaffi. Mér lá á að komast á réttan stað, samt var ég farin að
elska þessa konu á vissan hátt og ég vildi ekki að við yrðum of lengi sam-
an, þá yrði kannski erfiðara að skilja við hana.
Mér leið ekkert sérstaklega vel þegar hún kvaddi mig. Andartak sá ég
tár í augum hennar og hún strauk blítt yfir vangann.
— Þú ferð á góðan stað, betri en hjá mér.
Svo saug hún upp í nefið, augun urðu stálhörð og hún rétti karltusk-
unni skókassann.
— Herra Guð, bara að hann gerði eins og fyrir hann var lagt.
Það var auðheyrt að karlinn var frekar taugaveiklaður að fara af stað