Húnavaka - 01.05.2006, Blaðsíða 64
62
HUNAVAKA
með nýburann í skókassanum. Hann setti mig í aftursætið á gömlum
jeppa og setti í gang. Hjarta mitt barðist eins og bumba en ég þorði ekki
að öskra fyrir mitt litla líf. Reyndi bara að draga andann og fullvissa sjálfa
mig um að ég væri í lagi, lifandi og á leiðinni heim. Heirn. Mikið yrði ég
fegin. Hungrið skar mig að innan en ég vildi ekki væla. Ætlaði ekki að
reita þennan ágæta blóðföður minn til reiði, hann átti jn sinn þátt í því
að ég var komin.
Það var reglulega óþægileg ferð sem fyrir höndum var. Karlgreyið var
svo stressaður að hann hitti hverja einustu holu á hlykkjóttum sveitaveg-
inum og ég var næstum farin að halda að hann myndi kollkeyra bílinn
með mig innanborðs. Þetta hafði líklega ekki verið skynsamleg leið til að
konrast inn í jarðlífið á ný. Eg passaði mig á því að hugsa ekki um afleið-
ingar þess sem ég hafði valið, ég var fædd og ég varð að komast úr þess-
um skókassa, komast á sæmilega öruggan stað. Það var ekki aftur snúið,
ég var raunverulega lifandi í nýjum pínulitlum líkama.
Eg vissi þegar hann stoppaði að ég var komin heim. Hann hafði lagt
bílnum á hlaðinu á sveitabænum þar sem ég „ætlaði“ að eiga heima.
Oumræðilegur léttir kom inn í sál mína. Eg var ekki í nokkrnm vafa um
að þetta ágæta fólk tæki mig að sér og ég hugsaði með gleði til þess að ég
fengi hugsanlega eitthvað að borða, hlýtt rúm og gæti þá gleymt öllu
saman og látið eins og ég væri að fæðast í fyrsta sinn. En það var einhver
bið á því. Karlinn var lengi inni en loksins kom hann út í fylgd lijónanna
beggja, mér stóð ekki á sarna.
Hinn nýi faðir minn kíkti ofan í kassann og greip andann á lofti.
— Mikið logandis helvíti, þú ert með krakkann með þér.
Konan, móðir mín, sussaði á hann.
— Talaðu ekki svona maður, barnið er nýfætt og það verður að komast
ttndir læknishendur sem fýrst. Nú farið þið báðir á sjúkrahúsið með litlu
stúlkuna og það strax.
Hún strauk mér undurmjúkt um vangann og ég bað hana af öllurn
mætti í huganum að taka ntig inn. En hún heyrði ekkert, ég sá tár í aug-
um hennar, fann að hún vildi eiga nrig en hún ætlaði samt að senda mig
á sjúkrahúsið. Eg hafði ekki átt von á þessu.
Skelftngu lostin öskraði ég, bjóst við að verða sinnt en það varð bara til
þess að þessir tveir feðnr mínir voru reknir af stað nreð harðri hendi.
Þetta var skelfilegt áfall. Áfrarn að hossast í skókassa, glorhungruð og
full af stjórnlausri reiði. Þegar bíllinn ók af stað ákvað ég að þagna, það
hafði ekkert uppá sig að öskra svona.
Karlarnir töluðu saman, samhengislaust tal, taugastrekktir og vand-
ræðalegir. Skiýtið hvað karlmenn geta verið feimnir \ ið ungabörn. Blóð-
faðir minn lýsti fyrir vini sínum hve hræðilegt þetta væri að eignast
svona annað barn utan hjónabands og að hann vildi ekki láta neinn
annan hafa barnið en þennan einstaka vin sinn. Mér svelgdist á í skó-
kassanum
— Hræsnari........