Húnavaka - 01.05.2006, Page 65
HÚNAVAKA
63
Skyndilega stoppaði bíllinn og blóðfaðir niinn skrúfaði niður rúðuna.
— Góðan daginn, hreppstjóri.
Hann hafði stoppað við hlið á öðrum bíl sem þeir mættu. Eg sá að að-
komumaðurinn var undrandi á svipinn. Eflaust var hann að hugsa um
hvað þessir t\'eir kumpánar væru að gera saman svo snemma morguns
eða síðla nætur. Eg sá að hann þefaði út í loftið, örugglega að reyna að
gá hvort hann fyndi áfengisþef af feðrum mínum. Venjulega var fleygur
með þegar þeir tveir voru saman komnir.
Hann bauð góðan dag og spurði hvert þeir væru að fara.
— Við ætlum bara að skreppa í kaupstaðinn, sagði blóðfaðir minn
vandræðalega en hinn faðir minn klóraði sér í nefínu og horfði í hina
áttina.
Mér var nú farið að þykja nóg um svo ég rak upp eitt vel útilátið öskur
afturí.
— Hvað eruð þið með í kassanum? spurði hreppstjórinn algjörlega
orðinn forviða á svipinn.
Feður mínir litu hvor á annan. Blóðfaðirinn varð enn á ný fyrir svör-
um.
— Við erum með hænu, blessaður.
I sama mund skrúfaði hann upp rúðuna og brenndi af stað.
— O, rnikið logandis helvíti, stundi hinn faðir minn upp og ég velti
því fyrir mér hvort maðurinn ætlaði aldrei að segja neitt annað.
Hænu, ég var svo móðguð að ég ákvað að reyna ekki meir að ná sam-
bandi við þessa undarlegu feður sem ég hafði valið mér. Valið mér, það
gat ekki verið. Þetta voru grimmileg og vonlaus örlög, ég var búin að
ntissa alla stjórn og hafði hreint ekki valið þetta, nei ónei. Eg heyrði inní
höfðinu á mér að vinir mínir og leiðbeinendur skemmtu sér. Það var
undarlegur húmor í himnaríki............
Það sem eftir var leiðarinnar sagði enginn neitt og ég þagði.
Eftir að \-ið komum á sjúkrahúsið varð uppi fótur og fit. Héraðslæknir-
inn trúði varla sögu feðra minna um þennan litla fyrirbura sem þeir
komu með vafinn inn í teppi í skókassa.
Tveir stamandi bændur frarnan úr sveit, furðulegir útlits, í senn
skömmustulegir og vandræðalegir. Þeir voru heldur fegnir er pappírs-
vinnu var lokið og þeir gátu farið aftur heim. Hvað mig varðaði var önn-
ur saga, ég var skilin eftir.
Eg var skoðuð, viktuð, mæld, þvegin, klipin og kreist og ég öskraði
þangað til að ég hélt að hausinn á mér myndi springa.
Læknirinn var góðlegur náungi sem sýndi mér ákveðna hlýju. Hann
talaði við hjúkrunarkonu og bað hana að athuga með aðra sængurkon-
una sent lægi hjá þeim hvort hún væri dl í að gefa þessu vesalings barni
brjóst.
Það vildi mér til happs að tvær konur höfðu fætt börn skömmu áður
og önnur þeirra tók að sér að gefa mér brjóst. Sú góða kona hafði líka
eignast litla stúlku sem nú deildi með mér móðurmjólkinni sinni. Það