Húnavaka - 01.05.2006, Page 80
78
H U N A V A K A
Edinborg er þekkt fyrir bókmenntir og hafa rnargir þekktir rithöfund-
ar komið þaðan og rnörg þekkt ritverk hafa þar fæðst: Meðal þekku a rit-
höfunda eru Robert Louis Stevenson, höfundur Dr. Jekyll and Mr. Hyde
og Treasure Island, Sir Arthur Conan Doyle, höfundur Sherlock Holmes
og nýjasti stjörnuhöfundurinn þeirra er J.K. Rowling, höfundur Harry
Potter.
Það gafst ekki mikill tími til þess að ferðast um Skotland vegna anna í
náminu. Við fjölskyldan heimsóttum þó stað sem nefnist New Lanarck.
Um er að ræða lítið þorp sent var byggt utan um bómullarverksmiðju. I
dag er þar stórbrotið safn og er ekki hægt að lýsa því með orðum en ég
vil benda þeirn á sem vilja heimsækja Skotland að þeir verða ekki sviknir
af því að fara og skoða þennan stað. I þorpinu, sem varð til um aldamót-
in 1800, var skóli sem nefndist Institute for the Formation of Character
eða í lauslegri þýðingu, Skóli sem mótar einstaklinga. Þetta heiti sat lengi
í mér ásamt lýsingum á því hvernig stofnandi skólans, ungur og fram-
sýnn bómullarverksmiðjueigandi, hafði innleitt alveg nýjar hugmyndir,
m. a. að sex ára börn ættu ekki að vinna í verksmiðjunni heldur ganga í
skóla þar sem þau lærðu að lesa, skrifa og reikna en einnig þar sem þau
fengju alhliða undirbúning undir lífið.
Það er alveg víst að við munum búa að þessari dvöl í Skotlandi um alla
framtíð.
Heimsókn í skóla
Að lokum birti ég hér lítið brot úr dagbók sem ég hélt meðan á rann-
sókninni rninni stóð.
21.JÚNÍ 2005.
Heimsókn í Westruther Primary School. Skólinn var vinalegur. Það
eru aðeins tveir kennarar auk skólasýórans. Börnin eru 27 í 1.-7. bekk.
Þeirn er skipt í tvo hópa, 1.-3. bekkur og 4.-7. bekkur. Það er einnig rek-
in leikskóladeild við skólann fyrir þriggja og fjögurra ára börn. Skóla-
stjórinn, fröken Struthers (ég gleymdi að spyrja hana hvort það væri
eitthvert samband milli nafnsins hennar og skólans), er ekki frá
Westruther heldur frá Glasgow þar sem hún hlaut háskólagráðu sína.
Hún bauð mér kaffi eða te sent ég þáði og eftir stuttar samræður byrj-
uðum við viðtalið. Mér fannst það vera afslappað.
Skólabyggingin er mjög göntul en það hefur verið byggð ný bygging
við hana. Byggingunni rirðist vera vel riðhaldið. Fröken Struthers hefur
aðstoðarmann sem hjálpar henni við skrifstofustörfin. Viðtalið tók um
það bil 25 mínútur.
Eg gekk um bæinn meðan ég beið eftir fari til Lauder. Westruther er í
raun þorp með aðeins um 100 íbúa. Eg átti í mesta basli með að komast
þangað, þurfti að taka rútu til Lauder og síðan leigubíl frá Lauder til