Húnavaka - 01.05.2006, Page 87
HÚNAVAKA
85
við bærum fulla virðingu fyrir þeirra menningu. Evrópskar konur höfðu
ekki góða ímynd í indversku samfélagi svo að klæðnaðurinn var okkur
einnig til verndar. Við stelpurnar vöndum okkur fljótlega á þennan fatn-
að enda var hann bæði þægilegur og fallegur. Við höfðum úr tvennu að
velja, „sarí“ sem er indverskur kjóll eða „salvad suit“ sem samanstendur
af mussu og síðum buxum. Mikil litadýrð var í fatavalinu en það er
lýsandi fyrir Indverja. Eg upplifði Indverja sem glysgjarna og litaglaða.
Indverskar konur voru yfirleitt alltaf málaðar, vel greiddar og með fullt af
skartgripum úr bæði gulli og silfri. Flestar konur á Indlandi eiga gull.
Oft hefur það gengið í rnarga ættliði og lent í kjöltu þeirra á brúðardag-
inn. Indverskar konur eru stórglæsilegar á allan hátt. Við stelpurnar vor-
um fljótar að tileinka okkur tískuna í þessum efnum og vorum komnar
með smá safn af fötum, slæðum og armböndum þegar heim var haldið.
Til að við gætum keypt fötin var farið með okkur í verslunarleiðangur.
Markaðurinn var á svæði sem var jafn stórt og Skagaströnd eða stærra.
Götunum var skipt niður í hvað þú varst að versla. Það skemmtilega við
að versla þarna var að geta æft sig í því að prútta. Vanalega á svona mörk-
uðum er ekkert verðmerkt. Þú semur um verðið. Fyrst vorum við hálf
feimnar að rífast og þræta um verðið en síðan komst maður upp á lagið
með það, sérstaklega þar sem þurfti að prútta við leigubílana og oft um
hótelherbergi á smærri hótelum. Þetta var eins konar leikur. Sölumaður
setti upp verð, ég gaf honum gagntilboð sem var 50 - 60 % lægra, stund-
um 80 %. Það fór eftir því hvað sölumaðurinn var bjartsýnn. Hann
reyndi að semja við mig og ef mér líkaði ekki verðið, þá labbaði ég bara
út. Sölumennirnir komu oftast á eftir mér „your price“ (þitt verð) og
maður endaði vanalega með einhverja 40 - 50 % lækkun. Einnig var hægt
að fara í nútíma verslunarmiðstöðvar með uppsett verð en það var bara
ekki eins gaman.
Nokkrar skoðunarferðir voru einnig á dagskránni.Við skoðuðum höll-
ina Amber fort og musterið Birla Ternpla, en það er úr hvítum marm-
ara. Þessar görnlu hallir og musteri eru draumi líkastar, það er þvílíkur
mikilfengleiki yfir þeim. Við fengum líka tækifæri að setjast á fílsbak í
smá ferð. Ég verð að segja að það er nú ekki neitt sérlega þægilegur
ferðamáti. Fílar og úlfaldar voru mjög algeng sjón á götum borgarinnar
í Jaipur.
Ég má alls ekki gle}-ma bíóferðinni, Indverjar leggja mikið upp úr því
að hafa salina stórglæsilega. í þá þyrpist fólk að til að sjá það nýjasta nýtt
frá Bollywood sem er Hollywood Indlands. Alls staðar sem við fórum
safnaðist fólk í kringum okkur, flestir voru bara forvitnir og vildu fá
mynd af okkur með þeim, sérstaklega þar sem við vorum klæddar upp í
indverskan fatnað. Aðrir vildu bara spreyta sig á ensku en að tala ensku
er stöðutákn í indversku samfélagi. Okkur fannst oft nokkuð skondið að
fólk starði á okkur þótt það stæði \ið hliðina á okkur og vissi að við vær-
um búnar að taka efdr því. Það skipti engu máli, það hélt bara áfram að
horfa án þess að blikka.