Húnavaka - 01.05.2006, Page 101
H Ú N A V A K A
99
mér að líka við þær því að þær borðuðu moskítóflugurnar sem höfðu
gert mér lífið leitt frá degi eitt. Eg var fljót að sættast við litlu kóngulærn-
ar en átti í smá basli nteð að venjast stóru kóngulónum. Maurar voru um
allt, litlir maurar, stórir maurar. Stundum sást ekki í gangstéttina fyrir
maurum. Eitt sinn yfir kvöldmatnum heimsótti herlið af maurum okkur
við matarborðið. Rekha dustaði nokkra út en það urðu nokkrir eftir.
Rekha sagði að þetta skipti engu, þeir gerðu ekki neitt, mér var samt illa
við að hafa þá valsandi í kringum matardiskinn minn.
I dvöl minni í Jaipur var mér boðið í mörg matarboð, heimsóknir,
brúðkaup, veislur og margt fleira. Þrátt fyrir að ég hafði verið svona upp-
tekin í félagslífinu gaf ég mér tíma til að fara að skoða allt sem Jaipur
hafði að bjóða. Eg varð aldrei leið á að skoða gamlar hallir og söfn.
Eg myndi mæla með fyrir alla, ef þeir ættu leið til Indlands að heim-
sækja Rajasthan. Að minnsta kosti að heimsækjajaipur, það verður eng-
inn svikinn af þeirri lífsreynslu.
Goa er æðislegur staður
Eftir Jaipur fór ég á smá flakk en ég ætla bara rétt að minnast á þá staði.
Goa er lítið ríki sem liggur við arabíska hafið, svo lítið að það tekur að-
eins þrjá klukkutíma að keyra frá einum enda til þess næsta. Eg gerði
það og leigubílstjórinn talaði allan tímann sleitulaust. Það versta var að
hann talaði svo slæma ensku að ég skildi bara annað hvort orð sem var
man. Þetta var einu sinni portúgölsk nýlenda og áhrif þess má mjög vel
sjá í byggingunum. Goa er meira í anda kristins samfélags en hindi. Það
er opnasta ríkið sem ég kom dl. Helsta tekjulind Goa er ferðamennska
og það er liægt að sjá ntjög létdlega, búið að eyðileggja sumar strandirn-
ar með því að gera þær of ferðamannalegar.
Goa var æðislegur staður til að slappa af í sólbaði. Þarna var hvítur
sandurinn undir manni og pálmatré gnæfandi yfir þar sem maður lá
með kokkteil í annarri og sólarolíu í hinni. Þegar ég var í Goa var
rnonsún að byrja þar svo að hitastigið var um 30 gráður og loftið rakt.
Það var hræðilegt fannst mér. Þar var ekki mikið að sjá en þó eru nokkr-
ar mjög fallegar kaþólskar kirkjur sem ég skoðaði. Allt er rosalega af-
slappað, svo mikil værð yfir öllu.
Stórborgin Bombay
I Bombay var andrúmslofdð mjög rakt. Bombay var einnig á allt öðrum
skala en þau ríki sem ég hafði heimsótt. Þetta var nútíma stórborg, höf-
uðstöðvar Bollywood ntyndanna. Af öllum borgunum sem ég ferðaðist
til var Bombay dýrasta borgin. I Bombay voru allar „týpur“ af fólki af alls