Húnavaka - 01.05.2006, Blaðsíða 112
110
HUNAVAKA
mold í. Þessar skógarfurur hlutu sömu örlög og skógarfurur víðast á
landinu, því á þær herjaði furulús sem barst til landsins, þannig að ein-
ungis 10 plöntur lifðu af lúsafaraldurinn. Þessar plöntur sá Hákon
Bjarnason skógræktarstjóri og bað um að þeirra yrði gætt sérstaklega vel,
þar sem svo fáar væru eftir, þær gætu orðið verðmætar með aldrinum ef
þær bæru fræ. Hákon var ntikill vinur Sigurjóns og varð heimilisvinur í
Blöndudalshólum og gaf Onnu oft góð ráð við ræktun.
Smám saman var gróðursett mikið af birki og víði í brekkuna og eins
dálídð af reyni. Ár ið 1952 gaf Sigurður í Varmahlíð Onnu og Bjarna 200
rauðgreniplöntur sem settar voru í gömlu hestagirðinguna og eins var
gróðursett blágreni í trjáræktarsvæðið tveimur árum seinna. Líka var
gróðursett lerki, sem kallað var því fallega nafni lævirki eða lævirkjatré,
fji'stu áratugina sem það var í ræktun hér á landi. Sumarið 1954 gróður-
settu þeir Trygg\i í Finnstungu og Sigurður í Varmahlíð töluvert af lerki
frá Noregi í aflagðan kartöflugarð sem var í hólnum ofan við gulrótar-
garðinn. Veruleg skörð komu í þessa gróðursetningu og vildi Tryggvá
kenna um tafsömum flutningi frá Noregi sem ræturnar hefðu ekki þol-
að. A næstu árum var bætt í skörðin. Betur tókst til með síberískt lerki
sem var gróðursett í Kinnina, bratt tún í hólnum að suðaustan. Hákon
skógræktarstjóri dáðist að plöntunum en taldi að frekar hefði átt að gróð-
ursetja greni í Kinnina, það væri þurftarfrekara en lerkið sem gæti dafn-
að ágætlega á rýru landi.
Þannig var stöðugt verið að auka trjáræktina í Blöndudalshólum.
Jónas, sonur þeirra Onnu og Bjarna, tók við búinu um 1960 en Bjarni
dró sig smárn saman í hlé og fækkaði sínum bústofni. Þegar Ásdís, kona
Jónasar, fluttist að Hólum, fékk Anna rýmri tíma til að sinna gróðrinum.
Hún lagði mikla vinnu \ið að vökva, bæði að úða yfir gulræturnar og láta
vatn seytla milli trjáplantnanna fyrir ofan garðana. Það kom glöggt í ljós
að þegar ekki voru tækifæri til að vökva í miklurn þurrkum stöðvaðist
vöxtur grænmedsins, einkum í bröttustu görðunum. Ungu hjónin tóku
virkan þátt í ræktunarstörfunum. Byggt var gróðurhús sem kom sér vel til
að flýta fyrir grænmedsræktuninni. Með þ\i að hita upp lídnn hluta húss-
ins var t.d. unnt að sá gulrótum inni í byrjun apríl. Þær voru síðan flutt-
ar út í garð þegar tíðarfar leyfði og gáfu ágætis uppskeru í júlí. Eins hafa
þau Jónas og Asdís gróðursett mikið af trjám svo að enn bætist við trjá-
ræktina í Blöndudalshólum. Friðgeir, sonur þeirra, hefur einnig sýnt að
um æðar hans streymir blóð ræktunarmannsins. Þannig hafa þrjár kyn-
slóðir ræktunarfólks verið í Blöndudalshólum.
Ingibjörg er elsta barn þeirra Onnu og Bjarna. Snemma kom í ljós að
hugur hennar hneigðist frekar að ræktun en innistörfum og fór hún
fljótt að hjálpa til við matjurtaræktunina. Tijáræktaráhugi hennar er nán-
ast af guðlegum uppruna. Ingibjörg minnist þess að Jiegar fjölskyldan
fór til kirkju í Bólstaðahlíð, hafi trén í garðinum blasað \ ið úr glugganum
við sæti hennar. Hætt er við að barnshugurinn liafi stundum leitað út
fýrir veggi guðshússins.