Húnavaka - 01.05.2006, Page 128
126
H U N A V A K A
Á jólaföstunni fór Bjarni til Sauðárkróks og gisti á Gili í Borgarsveit á
bakaleiðinni. Þar dreymir hann draum sem hér fer á eftir orðréttur úr
frásögn hans:
Fimm hundhvolpar
„Um nóttina dreymir mig að ég sé kominn vestur í Skeggsstaði í Svartár-
dal, lít inn í bæjardyrnar, þá koma á móti ntér fimm hundhvolpar. Allir
eru þeir hvítir á belginn og svartir í framan nema einn sem er nteð hvíta
slettu á nefinu. Hann er á undan hinum. Ég geng út á hlaðið, þá kemur
sá með hvítu slettuna á nefinu, bítur í hælinn á mér en þó laust.“
Nokkru seinna kom Bjarni að Skeggsstöðnm á leið sinni vestur í
Blöndudal. Þegar hann kom að bænum gengu allir hreppsnefndar-
mennirnir, fimm að tölu, þar út með oddvitann í fararbroddi. Bjarni
gekk út á hlaðið og oddvitinn á eftir og segir við Bjarna: „Nú afgerðum
við það í gærkveldi að byggja þér út fyrir jólin“. Bjarni spurði um ástæð-
ur og oddvitinn svaraði: „Bara, þú ert svo fátækur og hefur svo þungt
hús“. „Verði ykkur að góðu“, sagði Bjarni, kvaddi þá og minndst draums-
ins er hann hélt leiðar sinnar.
Þremur dögum síðar kemur einn hreppsnefndarmanna, sem jafn-
framt var stefnuvottur, við annan mann að Kálíárdal og segist vera með
útbyggingu á Bjarna og tvo lögtaksdóma. Utbyggingin var byggð á þ\'í að
jörðin væri illa setin en því mótmælti Bjarni enda hefði hann heyjað 40
hesta fyrsta sumarið þá hann bjó ájörðinni en 90 hesta á síðastliðnu
sumri. „Ekki er vakurt þó riðið sé, þetta er rétt hjá Bjarna, þetta er engin
útbygging. Þetta er lneppsnefndinni til skammar“, sagði fylgdarmaður
stefnuvottsins um leið og hann barði í borðið þegar útbyggingin hafði
verið upplesin. Lögtaksdómarnir hljóðuðu þannig að fjárnám yrði gert
ef skuldirnar væru enn ógreiddar að þremur dögum liðnum. Fóru
komumenn að svo búnu heim til sín en Bjarni að smala fé sínu og sagði:
Ur því rætist er mín spá,
einn því Drottinn ræður.
Léleg hreppsnefnd lagðist á
lamaðar kringumstæður.
Fimmtíu undir hendi
Að þremur dögum liðnum kom hreppsstjóri Bólstaðarhlíðarhrepps að
Kálfárdal og boðaði Bjarna til fundar við sýslumann Húnvetninga þá þeg-
ar að Bergsstöðum í Svartárdal. Þegar þangað kom tók sýslumaður
Bjarna á eintal og spurði hvernig hann hyggðist greiða skuldirnar. Bjarni