Húnavaka - 01.05.2006, Page 134
GRIMUR GISLASON, Blönduósi:
Stúkan Undína í Vatnsdal
Á unglingsárum mínum heyrði ég furðu oft talað um starfsemi stúkunn-
ar Undínu á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar. Sérstaklega var talað um
að það hefði verið Hjörleifur Einarsson, prófastur á Undirfelli og eigin-
kona hans, Björg Einarsdóttir, sem hefðu verið forgöngumenn hennar
og styrkasta stoð. Nöfn þeirra hjóna eru fyrst á stofnendalistanum en síð-
an koma nöfn Þorsteins Konráðssonar á Haukagili, síðar bónda á Eyjólfs-
stöðum og móður hans, Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Næst eru nöfn
hjónanna á Bakka, Benedikts Sigfússonar og Kristínar Þorvarðardóttur.
Alls höfðu 39 manns skráð sig sem félagsmenn í stúkuna áður en árið
1898 rann út.
Foreldrar mínir höfðu ekki haft persónuleg kynni af séra Hjörleifi því
að hann flutti úr sveitinni árið 1907 eða sarna árið og þau fluttu þangað
en þá hafði stúkan starfað í tæpan áratug. Glöggt man ég að í umræð-
unni var það svo að fljótlega eftir að stúkan leystist upp, hefði Málfunda-
félag Áshrepps verið stofnað en það var þó ekki fyrr en árið 1919. Arftaki
málfundafélagsins varð svo Ungmennafélagið Vatnsdælingur sem var
stofnað 1. apríl árið 1925.
Enn eru mér í ljósu minni fundir í málfundafélaginu og fyrst og fremst
hversu umræður voru þar yfirleitt snarpar. Eg held að starfsemi þess hafi
aðallega beinst að því að æfa menn í ræðumennsku. Gæti ég nefnt nöfn
nokkurra ntanna sem þar voru fremstir í flokki og mótuðu jtann jiátt
sveitarbragsins, á áberandi hátt, með formföstum málflutningi og fundar-
reglum sem síðan erfðist til ungmennafélagsins. Var jxiö hinn besti skóli.
Aftur á móti var stúkutímabilið fyrir barnsminni mitt að öðru leyti en því
sem ég heyrði talað um jtað, eins og áður segir. Fýsti mig þ\í að afla mér
frekari vitneskju um starfsemi Undínu og loks kom að því að ég leitaði
heimilda þar um í Héraðsskjalasafninu á Blönduósi þar sem líkur voru á
að þær væri að finna. Reyndist það svo. I ljós koniu gjörðabók stúkunnar,
reikningabók og nokkrar ársskýrslur sem eftirfarandi samantekt um starf-
semina er byggð á.
Undína var stofnuð 27. desember árið 1898 að Undirfelli. F)'rsta heila
starfsárið 1899 gengu 34 félagsmenn í stúkuna til viðbótar við 39 á stofn-
árinu, þar á nteðal var Carl Sæmundsen á Blönduósi. Það ár voru haldn-
ir átta fundir og fyrsta stjórn nafngreind. I henni voru: Friðrik
Halldórsson í Miðhúsum, Filippus Vigfússon í Vatnsdalshólum, Benedikt