Húnavaka - 01.05.2006, Page 141
PALL V. G. KOLKA, Blönduósi:
Sameinum Blönduós
Miklar deilur urbu þegar Blönduósslirepþur vildi sameina byggdina sem hafbi
risid utan Blöndu og var í Engihlídarhreppi, byggdinni innan árinnar. Kosin
var 7 manna sameiningarnefnd til viðrœðu við Engihlíðarlirepp og eiganda
Ennis. Formaður hennar var Páll Kolka, héraðslœknir. Arið 1935 hafði Alþingi
samþykkt lög sem heimiluðu Blönduósshreppi eignarnám á landi Ennis úr
Amundakinn við Blöndu, eftir brekkubrúnum, í Mógil norðan Blönduóss-
bryggju, ef eigi nœðist samkomulag við eiganda Ennis um sölu á landinu.
Fyrir nokkru barst mér eftirfarandi greinargerð þar sem formaður nefndar-
innar rökstyður málstað Blönduósshrepþs. Oskað var eftir að hún birtist í Húna-
vöku.
Greinargerðin er fróðleg og skrifuð á kjamgóðu máli eins og Páli Kolka var
lagið sem var einn af ritsnjöllustu mönnum sinnar samtíðar. Víða kemur hann
við í henni og varpar Ijósi á ýmsar sögulegar staðreyndir. Það er því ástœða til að
birta þessa ágætu greinargerð sem mun hafa farið nokkuð víða og verið mikið les-
in á sinni tíð en mér er ekki kunnugt um hvort er annars staðar til á prenti.
SÁJ.
Þjóðvegurinn milli Vatnsskarðs og Holtavörðuheiðar er upp undir 100
km á lengd. A þessari leið eru engin fjöll að farartálma, engar urðir eða
hraun og melar fáir og strjálir. A báða bóga er gras og aftur gras. Það
klæðir hálsa og hlíðar, fríða dali og fagrar sveitir. Að þessum óslitna gras-
iláka sem er full dagleið á lengd, að fornu mati, prýddur fögrum ám og
víðum vötnum, girtur á þrjá vegu af gnípum og fjöllum, liggja á aðra
hönd einhver víðlendustu og bestu afréttarsvæði Islands. A hinn bóginn
er Húnaflóinn þríarmaði, þar sem glitrandi síldartorfur vaða uppi vor
og sumar, fiskauðugur og fengsæll frá því Þorbjörn Kolka réri á Hafnar-
mið og fram á vora daga.
Þannig er Húnavatnssýsla að öllu samanlögðu eitthvert auðugasta og
besta hérað landsins frá náttúrunnar hendi, fögur og frjósöm, með tak-
markalaus ræktunarskilyrði og auðsuppsprettur til hafs og heiða. Hér
gætu tugir þúsunda manna dregið úr skauti náttúrunnar til lands og sjáv-
ar það sem þeir þyrftu til lífsviðurværis. En það er galli á gjöf Njarðar.
Brimið niðar hér við sanda og sorfnar klappir um miðbik flóans án þess
að hægt sé að tala um nokkurt verulegt afdrep. Hafnleysið er ógæfa
Húnavatnssýslu eins og sumra annarra frjósamra og góðra héraða.