Húnavaka - 01.05.2006, Page 142
140
HUNAVAKA
Skásta og lengi vel eina höfnin við austanverðan Húnaflóa var Skaga-
strönd sem vonandi verður í framtíðinni traustur tengiliður milli feng-
sælla miða og frjósamra sveita Húnavatnssýslu. En löng er
kaupstaðarleiðin framan úr héraðinu til Skagastrandar og á leiðinni sú
óvættur sem veitti mörgum ferðamanni þungar búsifjar. Það er Blanda
sem \'arð meiri faratálmi eftir því sem samgöngur jukust og sigling varð
tíðari. Það varð að losa bændur úr hinum ágætu innsveitum við að sækja
yfír þessa torfæru og þeirra vegna var löggiltur verslunarstaður við
Blönduós. Blönduósskauptún er því til orðið til þess að bæta samgöngu-
þörf sveitanna vestan Blöndu sér í lagi.
Ekki var það náttúrufegurðin sem heillaði hina fyrstu íbúa hingað á
eyrina sunnan \dð Blönduós, því staðurinn var einn hinn ömurlegasti í
allri sýslunni. Allt í kring voru fagrar og víðar sveitir en hér byrgðu háar
brekkur allt útsýni. Inni í héraðinu liðuðust silfurtærar ár en hér nagaði
Blanda bakkana, dökk yfirlitum og seyrð á svið. Frammi í sveitum voru
tær og lygn vötn þar sem álftir sungu og silungur vakaði en hér niðaði
brimsjórinn við sandana, kaldur og kolmórauður. Þar voru grænar eyrar
og grasi vaxnar hlíðar en hér var undir brekkum auð og snauð eyi i \ ið
sjó fram og fúamýrar upp með ánni.
Hvers vegna settust menn þá hér að? Því er fljótsvarað. Sveitirnar
þurftu verslunarstað innar en Skagaströnd og hér var eini tiltækilegi stað-
urinn. Sveitanna vegna - bændanna vegna - varð Blönduósskauptún til.
Kauptúnið stækkaði
Tímarnir liðu og verslunin óx. Nokkrir verkamenn settust hér að, byggðu
sér kofa af litlum efnum, grófu mó upp úr mýrinni, ræstu hana fram og
ræktuðu. Þeir höfðu stopula vinnu í kauptíð og við skipkomur en þess á
milli lögðu þeir \ egi fram um sveitirnar og fleyttu annars fram lífínu með
því að hafa kú og nokkrar kindur. Þeir voru ekki hjú neins einstaks
bónda heldur bændanna í heild. Þeir voru hjú Húnavatnssýslu með
skyldum gagnvart henni og sanngirniskröfu á réttindum í staðinn. Tím-
inn hafði liðið og brú komið á Blöndu svo að verslunarfélagsskapur
bænda, Kaupfélag Húnvetninga og Sláturfélag Austur-Húnvetninga,
hafði betri skilyrði utan árinnar en innan, vegna þess að þar var öruggari
lending og betra bryggjustæði.
Kauptúnið breiddist út fyrir ána, verslunin óx þar en gekk saman, að
sama skapi, sunnan árinnar. En Blönduósskauptún hefur aldrei vaxið svo
að það hafi orðið sveitunum neinn keppinautur. Hér hefur aldrei verið
fleira fólk en þörf verslunar við sveitirnar útheimti því að jafnvel enn í
dag sækja hingað sveitamenn atvinnu í kauptíð og við skipakomur.
Af þessu yfirliti er það auðséð að Blönduósskauptún er til orðið til þess
að bæta úr þörfum bændanna í innsveitum sýslunnar og hefur vaxið sem
nauðsynlegur og sjálfsagður liður í atvinnulífsþróun A.-Húnavatnssýslu.