Húnavaka - 01.05.2006, Page 145
H U N A V A K A
143
það sem hefur áskotnast í útsvörum frá kauptúninu, hefur m.a. gengið til
að kaupa jarðir uppi á Laxárdal sem síðan eru lagðar í eyði til þess að
hindra það að fátækir menn fái þar jarðnæði.
Hér á Blönduósi er fastaskóli fyrir börn í sex mánuði ársins. Hann hef-
ur tveim kennurum á að skipa en of fá börn til þess að þeir hafi báðir
nóg að gera. Samt sem áður mega börnin fyrir utan ána ekki ganga í
þennan skóla, heldur verður að hola þeim niður í herbergiskytru, lítinn
hluta úr vetri, í farskóla eða koma þeim fyrir uppi í sveit þar sem barna-
kennsla fer fram í íbúðarherbergjum eða baðstofum eins og sums staðar
á sér stað í Engihlíðarhreppi.
Hróplegast er þó ranglætið gagnvart þeim verkamönnum innan
Blöndu sem hafa aðalatvánnu sína hjá aðalatvinnurekendum kauptúns-
ins, kaupfélaginu og sláturfélaginu. Ekkert af útsvörum þessara fyrirtækja
gengur til þarfa þeirra, heldur rennur það í sveitarsjóð óviðkomandi
hrepps. Þegar þeir verða að leita styrktar hjá hinu opinbera sökum elli
eða heilsubrests, þá eiga þeir ekkert tilkall til útsvars þess fyrirtækis sem
þeir hafa lagt til vinnu sína og viðskipti meðan starfskraftarnir voru næg-
ir. Slíku ranglæti mun ekki vera beitt við neina aðra verkamenn á land-
inu, enda á móti anda og tilgangi sveitarstjórnar- og fátækralaga.
Eg hef heyrt að sumir kaupfélagsntenn væru á móti því að Blönduóss-
hreppur fengi þann hluta kauptúnsins sem hann var ranglega sviptur í
byrjun, vegna þess að þeir óttast hækkun á útsvari kaupfélagsins. Þetta
kann vel að vera því að einstaka menn hafa ekki víðari sjóndeildarhring
en asklok eigingirninnar og smásálarskaparins sem skyggir á alla heið-
ríkju réttlæds og sanngirni. Otti slíkra manna er ástæðulaus því að kaup-
félagið og sláturfélagið eru með samvinnulögunum vernduð gegn
ósanngjörnum álögum, auk þess sem hagur Blönduósshrepps myndi
bauia við sameininguna svo að ekki þyrfti að óttast hækkun útsvara utan
árinnar né innan. Annars má benda kaupfélagsmönnum á það að félag-
ið hefur líka skyldur sem það getur ekki sóma síns vegna svikist um að
rækja. Skyldur við þá verkantenn innan Blöndu sem hjá þeim vinna og
skyldur gagnvart okkur Blönduósingum sem erum meðlimir þess og við-
skipta\inir. Þ\4 er áreiðanlega fýrir bestu að láta deilumál sem ekki snert-
ir það, afskiptalaus eða a.m.k. ljá ekki fylgi sitt til að beita einstakar
deildir eðá viðskiptamannaflokka ranglæd sent þeir eru ákveðnir í að
hrista af sér. Því að við Blönduósingar erum ákveðnir í því að lirista af
okkur það ranglæd sem kauptúnið er beitt nteð því að halda þ\’í sundur-
lintuðu í t\'ö hreppsfélög.
A almennum fundi kauptúnsbúa, beggja megin árinnar, sem haldinn
var 15. september síðastliðinn, var það ákveðið að vinna að sameiningu
kauptúnsins í eitt hreppsfélag og undir áskorun þess efnis hafa skrifað,
svo að segja, allir íbúar innan Blöndu og meiri hluti þeirra sem fyrir utan
ána búa.
Þessu sjálfsagða máli fylgja inenn af öllum stjórnmálaflokkum. Sjö
manna nefnd var kosin til að undirbúa málið og fá til þess fj'lgi þings og