Húnavaka - 01.05.2006, Page 147
H Ú N A V A K A
145
þetta starf. Þeir eiga því þá siðferðilegu kröfu á hendur samsýslungum
sínum að þeir unni þeim þess sjálfsagða réttar að vera sjálfstætt og sam-
einað sveitarfélag sem fær að ráða sínum málefnum út af fyrir sig. Þá
verður þessi minnsti og yngsti hreppur sýslunnar sem byggður er hér á
mölinni og mýrunum við Blönduós, færari um að vinna að sameiginleg-
um málum sýslunnar í réttlátu og heilbrigðu samstarfi við hinar fögru
og frjósömu sveitir sem að honum liggja.
P.V.G. Kolka
(formábur sameiningarnefndar Blönduósskauptúns).
Allir mötuðust í hvílu sinni
Þriðjudagskvöld í sjö vikna föstuinngang gekk mikið á að brytja og sjóða hangikjötið.
Þótti lítið handa á milli ef ekki var sauðarfall fyrir fjóra. Skammtað var á stórum disk-
um, var sumum hótað straffi ef ekki var borðað svo freklega sem hæfa þótti. Allir
mötuðust í hvílu sinni. Þá áttu allir að gjalda þjónustu kaup og ekki til orða tekið þó
þær lægi hjá þeim að nóttinni. Þegar hjónin voru búin að borða af langlegg og mjöð-
minni var hvort tveggja hengt upp yfir sæng hjónanna. Dytti annað fyrstu vikuna átti
það parið að deyja það ár, dytti annað eða bæði um föstuna boðaði skammlífi en
langa lífdaga ef uppi tolldu jafnlengd. Að ntorgni fyrir dag heimti bóndi allar leifar.
Geyma átti þær allar þar til laugardag fyrir páska. Mun ég greina frá síðar hvernig
einum fórst það.
Þegar á fætur var komið lagðist allt fólkið frá útidyrum til svefnhúsdyra, voru sett-
ar iljar viö hvirfd. En ef fleira var fólk en ein röð var byrjað á annarri. Þarna var leg-
ið tvo tíma þar til öskudagur var bjartur um allt loft. Enginn mátti nefna kjöt né flot
um alla langaföstu, lá við því fémunamissir eða Iausnir af prestinum. Um sólarupp-
komu var tekið dl verka með öskupokaburð á karlmönnum en steinaburð á kven-
fólki; var svo mikið bragð að því að karlmenn sáust með pokana hangandi á sér í
kirkju, því þá var messað á miðvikudaga föstunnar.
Enginn mátd hafa nærklæðaskiptí alla föstu út, enn síður kasta lús af sér og svo var
ríkt að því gengið ef lús skreið á úlnlið eða úr höíði manns, varð að pota henni upp
undir ermi, barm eða í höfuðhár. Enginn mátti banna barni sínu hvernig sem það
breytd illa, þar tíl á föstudag langa, þá var tekið að flengja; var það gert með skorpum
eftír sem mörg og mikil þóttu afbrotín og mæður voru heiftugar og harðir hegnend-
ur. Lágu þau oft blóðrisa á eftír marga daga. Ein móðir var sem ekki gat fundið barni
sínu neitt miskabrot alla föstu út. Daginn áður eða á skírdag settí hún mjólkurfötu í
göngin svo barnið datt um hana og steyptí, enda fékk það ráðninguna.
Þjódsögur Jóns Arnasonar.