Húnavaka - 01.05.2006, Page 149
RUNAR KRISTJANSSON, SkagaströncL:
Undarleg tilviljun eða............................?
Eins og flestir vita, sem kynnt hafa sér sögu liðins tíma, var mikið um slys-
farir hér á landi áður fyrr, ekki síst vegna þess að nánast engar brýr voru
komnar á ár og fljót landsins. Fólk ferðaðist um fótgangandi og á
þarfasta þjóninum og geta má nærri að hættan hafí oft verið mikil þegar
þurfti að fara yfir ár á tæpum vöðum, ríða eða ganga um hálkuslóðir á
fjöllum og heiðum. Stundum lá vegur sá er kynslóðirnar höfðu markað
um ýmsar torfærur, jafnvel svo að gínandi hengiflug gat verið á aðra hlið
eða jafnvel til beggja handa. Má í því sambandi nefna það er Sveinn
Eiríksson, bóndi á Illugastöðum á Laxárdal fremri, hrapaði til bana í
Lambárgili á Laxárdalsheiði 4. október 1892. Hann var þá á leið inn á
Sauðárkrók ríðandi, með reiðingshest í taumi og á honum kjötskrokka.
Fór hann svonefndar Hróarsgötur og lá leiðin því upp með Lambá að
norðanverðu og yfir hana, rétt ofan við fossinn í gilinu.
Allt hafði svellað þarna dagana fyrir slysið, vestanstormar höfðu staðið
beint upp á fossinn og vatnsúðinn dunið á veginum og þar sem talsvert
frost var geta menn ímyndað sér aðstæðurnar. Reiðingshestur Sveins var
illa járnaður og er talinn hafa hrasað og dregið Svein með sér fram af
fossbrúninni niður í urðina fyrir neðan. Er rnenn komu að lágu þeir
dauðir þar, Sveinn og reiðingshesturinn, en hrossið sem Sveinn hafði
haft til reiðar var á beit í Iautunum sunnan við svonefnt Siggulágarholt.
Eftir þetta sviplega slys var vegurinn færður fjær fossbrúninni.
En þarna er aðeins um eitt slys að ræða af fjölmörgum sem okkur sem
lifum í dag er eiginlega ráðgáta. Hvernig stóð á því að alfaraleiðir lágu
um svo hættulega staði?
Erfitt er að finna svar við slíku sem einhlítt er. En ef til vill hafa þessar
hættur, sem eru okkur nútíðarmönnum svo augljósar, ekki verið svo geig-
vænlegar í augum manna fyrr á tíð.
Stundum er að heyra á sögum af slysförum að menn hafi verið ein-
kennilega dofnir fyrir ógn atburða. Tilsvör og framkoma manna í kring-
um slík áföll gæti bent til þess. En við skulum athuga að í jjeim
kaldranahætti, sem oft virðist hafa verið sýndur við slíkar aðstæður, bjó
kannski sú áfallahjálp sem fólk kom sér sjálfkrafa upp á þeirri tíð. Með
þ\í að brynja tilfmningar sínar og sýna þennan kulda tókst því ef til vill
betur en ella að vinna sig frá áhrifum slíkra áfalla. Við skulum því fara
varlega í það að fella dóma um slíkt og minnast þess að enn í dag er oft
viðhafður svonefndur gálgahúmor þegar líkt stendur á.