Húnavaka - 01.05.2006, Page 150
148
HÚNAVAKA
Lífið í gamla daga byggðist að mörgu leyti á mjög hráum ytri aðstæð-
um til lands og sjávar. Lífskjörin voru þung hjá meginþorra þjóðarinnar
og að heita mátti stöðugt stríð fyrir brýnustu nauðþurftum.
Sjósóknin bauð upp á hættur hvern dag, ferðir yílr vatnsföll gátu farið
illa hvenær sem var, baráttan við náttúruöflin tók sinn toll og þannig
hafði það alltaf verið. Það var dagleg áhætta fólgin í því að lifa.
Fólk þekkti ekki aðrar aðstæður en þær sem buðu upp á þessi kjör. Af
þessum ástæðum varð trúin svo nátengd lífi fólksins í landinu. Aldrei var
fleytu ýtt úr vör án bænarorða og menn fundu daglega til þess að þeim
var þörf á bænavernd og liandleiðslu ef vel átti að fara. En samt var mik-
ið um slysfarir og hefðu þær þó eflaust verið miklu meiri ef trúarstyrkur
og traust á Guðs forsjá hefði ekki verið haldreipi mikils hluta þjóðarinn-
ar fram á öld stórtækninnar og siðbreytinganna.
Þess eru dæmi að slysfarir hafi átt sér stað þannig, að segja má að þær
hafi endurtekið sig með einkennilegum hætti og er trauðla unnt að líta
svo á að þar hafi aðeins verið uin tilviljun eina að ræða. I grein þessari vil
ég segja frá þremur dauðaslysum í Húnavatnsþingi austanverðu, sent öll
lilutust af drukknun og sama dagsetning tengist þeim öllum.
Fyrsta slysið
Fyrsta slysið átti sér stað við Laxá á Refsborgarsveit laugardaginn 13. júní
1874. Þetta ár var merkilegt í sögu lands og þjóðar vegna 1000 ára af-
mælis Islandsbyggðar, konungskomunnar og þess að þjóðin öðlaðist inn-
lent löggjafarvald. En almennt líf í landinu gekk með sama hætti og áður
og slysfarir tóku sinn toll.
Þennan tiltekna dag var fólk að koma úr kaupstað utan af Skaga-
strönd. Um miðaftansbil kom það að lestarvaðinu á Laxá og kom þá í
ljós að áin var í miklum vexti og ekki vænleg yfirferðar. Þrennt var þarna
í för og þar á meðal vinnukona frá Miðhópi í Víðidal, Helga Jóhannes-
dóttir að nafni. Hún var á þrítugasta og jjriðja aldursári og hafði afráðið
að fara til Vesturheims þá um sumarið og farið í kaupstað til að verða sér
úti um ýmislegt sem hana vanhagaði um vegna þeirrar farar. Reiddi hún
við söðulboga sinn allmikinn böggul. Hjörtur Jónasson, bóndi framan
úr sveit, var samferðarmaður Helgu en ekki er með vissu vitað hver þriðji
maðurinn var. Magnús Björnsson fræðimaður á Syðra-Hóli hafði að vísu
heimildir fyrir því að hann hefði verið Guðmundur Semingsson, sonur
Semings á Skinnastöðum, Semingssonar. Það er þó ekki víst því Magnús
tók jiað fram að heimildir hefðu ekki allar verið samhljóða um það.
Þó að Laxá væri ekki árennileg lá ekki annað fyrir en að freista þess að
komast yfir hana. Hjörtur teymdi með sér reiðingshest með trjáviðar-
drögum og eins og mörgum hætti til, sem voru að koma úr kaupstað var
hann talsvert undir áhrifum áfengis.
Hann reið fyrstur í ána og Helga fylgdi honum fast eftir. Unt það leyti