Húnavaka - 01.05.2006, Page 151
HUNAVAKA
149
kom enn fólk að ánni og fór það af baki og fylgdist með þeim sem lögð
voru af stað yfir hana. Skemmst er frá því að segja að hestur Helgu mun
hafa linotið um trjádrögurnar sem reiðingshesturinn dró og urðu afleið-
ingarnar þær að hún steyptist aftur yfir söðulbogann og féll- í ólgandi
ána. Straumkastið var ofsalegt, strengir og flúðir fyrir neðan vaðið og síð-
an tók við árgljúfrið~djúpt og ægilegt. Aður en nokkur gat áttað sig var
Helga horfin með vatnsflaumnum niður í gljúfrið. Enginn gat þar hönd
til hjálpar rétt og allt var afstaðið á augabragði.
Engum sögnum fer hinsvegar af því að viðstaddir lrafi farið niður með
ánni í þ\'í skyni að athuga hvort eitthvað væri hægt að gera. Hugsunin
virðist alfarið hafa verið sú að konan hlyti að vera látin og við því væri
ekkert að gera úr því sem konrið var. Þar kom skýrt fram sá hugsunar-
háttur doðans sem einkennir margt slysið frá fyrri tíð.
Hjörtur hélt áfram ferð sinni og tók hest Helgu með sér. Hann mætti
fólki sem spurði hann hvers vegna hann teymdi með sér söðulhest.
„Helga varð eftir svaraði hann“ og reið sína leið.
Þetta tilsvar er undarlegt enda þótti Hjörtur sem og bræður hans
nokkuð einkennilegur maður. Það er ekki verið að hafa frekari orð um
það sem gerðist og var þó um sviplegan atburð að ræða. Ef til vill hefur
Hjörtur viljaö hafa sem fæst orð urn málið, kannski fundið til einhverrar
sektarkenndar, hugsanlega óttast það umtal sem fylgja myndi eftirmál-
um þessa slyss. Allt er það skiljanlegt þar sem hann kom óneitanlega
nokkuð mikið við sögu og var sem áður segir nokkuð á valdi Bakkusar.
Það var ekki fyrr en eftir fermingarmessu sem var daginn eftir hjá séra
Eggerd Briem á Höskuldsstöðum, að það kvisaðist út að nokkrir kirkju-
gesta, sem höfðu riðið )4ir vað á Laxá, skammt fyrir ofan ósinn, hefðu
séð kvenmannslík liggja þar á eyrarodda. Höfðu þrír bændur af Neðri-
byggð farið að líkinu og meðal annars fundið í treyjubarmi þess brenni-
vínsfleyg nær fullan. Höfðu tveir þeirra gert sér gott af innihaldinu, þar
sem þeir sögðu að stúlkukindin nyti þess ekki þaðan af en sá þriðji,
Sveinn Kristófersson bóndi í Enni, hafði bandað hendi með hryllingi.
Ekkert var frekar gert í málum og héldu menn áfram til kirkju eins og
ekkert hefði í skorist. Virðist líkið hafa mátt liggja þar sem það var kom-
ið án frekari afskipta þeirra sem þarna voru á ferð. En þegar prestur
frétti af líkfundinum, brá hann snöggt við og lét sækja náinn og flytja
heim. Sá hann um að líkið væri búið til greftrunar og hvílir Helga í garð-
inum á Höskuldsstöðum.
Slysför þessi var mjög dl umræðu og til voru þeir sem töldu að Helga
hefði komist lífs úr ánni og látist á eyrinni. Var það helst ætlað af því að
hún hafði legið þannig að hún hallaðist á herðar og þó heldur á hlið,
með handlegg undir hnakka en reiðhattur hennar sem festur var með
bandi undir kverk, lrafði þokast fram }4ir andlitið og varið það. Ekki sáust
miklir áverkar á líkinu. En þó ýmsar getgátur kæmu fram voru þó fleiri á
þ\4 að engin manneskja hefði getað komist lífs af eftir að hafa borist um
flúðir og fossa árinnar langa leið.
L