Húnavaka - 01.05.2006, Page 153
HÚNAVAKA
151
Ekkert var frekar hægt að aðhafast og geta menn ímyndað sér líðan
ungu mannanna sem þarna höfðu verið að skemmta sér í blíðunni og
stóðu skyndilega frammi fyrir þeirri köldu staðreynd, að dauðinn hafði
höggvið skarð í þeirra hóp.
Sæmundsen verslunarstjóri lét slæða eftir líki Arna í þrjá daga en það
var árangurslaust. Ægir hélt herfangi sínu og það varð ekki sótt í greipar
hans að svo komnu.
Vafalaust hafa fjörur verið kannaðar reglulega fyrst eftir slysið en ekki
bar það neinn árangur. Það var ekki fyrr en um miðjan ágúst sem lík
Árna rak á Hjaltabakkafjörur og þó það væri orðið nær óþekkjanlegt,
var mórauður sokkur á hægra fæti með ísaumuðu fangamarki hans. Það
tók af allan vafa.
Líkið lá eðlilega eins og það svæfl í fjörunni, með hægri hönd undir
hnakkanum. Eftir sögn móður hans hafði hann jafnan sofnað þannig.
Ymsir töldu að Arni myndi hafa fengið sinadrátt á sundinu og það hefði
valdið þ\'í að svona fór. Hann var jarðsettur að Hjaltabakka 21. ágúst og
munu margir hafa fylgt honum til grafar.
Arni Knudsen var maður vinsæll mjög og vel látinn af öllum sem til
hans þekktu, hraustur vel og leikfimur, afburða greiðvikinn, bráðvel gef-
inn og hrókur alls fagnaðar hvar sem menn komu saman. Hinsvegar var
sá ljóður á ráði hans að honum þótti sopinn góður.
Faðir Arna var Jens A. Knudsen verslunarstjóri á Hólanesi, sem var
löngu látinn er slysið átti sér stað en móðir hans var Elísabet Sigurðar-
dóttir frá Höfnum sem bjó um þetta leyti á Syðri-Ey. Hafði Elísabet orðið
fyrir ýmsum áföllum á lífsleiðinni og nú bættist þetta við sem sennilega
var það stærsta. En hún bar sitt mótlæti eins og hetja enda af sterkum
stofni komin.
Arni Knudsen varð ekki nema rétt tvítugur að aldri. Það sannaðist á
honum, eins og mörgum öðrum, að gæfa og gjörvileiki fara ekki alltaf
saman.
Þriðja slysið
Sveinn Kristófersson bóndi í Enni sem kom ásamt öðrum fyrst að líki
Helgu Jóhannesdóttur og var faðir Þorleifs sem reyndi að bjarga Arna
Knudsen, átti sjálfur eftir að mæta örlögum sínum 13. júní. Það gerðist
árið 1911, réttum tuttugu árum eftir að Arni drukknaði. Þá var Sveinn
orðinn 67 ára gamall og mátti muna tímana tvenna. Þennan dag var
hann á bátkænu á Blöndu rétt fyrir ofan ósinn og fylgir ekki sögunni
hvað hann var að aðhafast en sennilegt er að hann hafi haft einhverjar
netalagnir þar. Svo illa vildi til að bátnum hvolfdi með þeim afleiðing-
um að Sveinn féll í ána og drukknaði án þess að nokkur gæti komið hon-
um til bjargar.
Þessir þrír atburðir, sem höfðu drukknun í för með sér, gerðust allir á