Húnavaka - 01.05.2006, Page 161
Mannalát árið 2005
Guðrún Jakobsdóttir
frá Grund
FædcL 2. október 1921 -Dáin 5. janúar 2005
Guðrún Jakobsdóttir fæddist að Litla-Enni á Blönduósi. Foreldrar henn-
ar voru hjónin, Guðný Hjartardóttir ogjakob Lárusson Bergstað, smiður.
A fyrsta ári var Guðrún sett í fóstur til Valdísar Jónsdóttur og Lárusar
Stefánssonar sem bjuggu í Gautsdal. Arið 1929 andaðist Valdís og fór
Guðrún aftur í fóstur og þá til Ingiríðar, systur Valdísar og manns henn-
ar, Eiríks Grímssonar sem bjuggu í Ljótshólum.
Systkini Guðrúnar voru 11. Þau voru: Lárus Sigurður, Svava, Jónas
Skarphéðinn, Klara, Unnur, Margrét, Helga Guðrún, Skúli, Jónína Guð-
rún, Hjörtur Lárus og Oskar Frímann. Þau
eru nú öll látin nema Helga Guðrún.
Þann 17. maí 1941 giftist Guðrún Þórði
Þorsteinssyni, bónda á Grund í Svínadal og
bjuggu þau allan sinn búskap þar eða til árs-
ins 1993. Þau eignuðust í]c>gur börn: Lárus,
var giftur Sesselíu Guðjónsdóttur, þau eiga tvö
börn, Steinunni Astu og Guðjón Ymi, Valdís,
var gift Jóhanni Pétri Jóhannsyni, þau eiga tvo
drengi, Þórð Gunnar og Jóhann Ingvar en
sambýlismaður hennar er Brjánn A. Olason,
Ragnhildur, gift Sigurði H. Péturssyni, þau
eiga tvö börn, Guðrúnu Valdísi og Pétur
Magnús. Yngstur er Þorsteinn Trausti, sambýl-
iskona hans var Guðrún Atladótdr.
Gunna, eins og hún var alltaf kölluð, var í barnaskóla í sinni sveit en
flutti svo suður til Lárusar fósturföður síns. Þar var hún í Ingimarsskóla
og síðar í Héraðsskólanum að Laugavatni. Síðan vann hún syðra við fata-
saum á saumastofu þar til hún flutti norður að Grund.
Guðrún var sérstaklega handlagin og má segja að allt hafi leikið í
höndum hennar. Saumaði hún, málaði og skar út og var listaskrifari.