Húnavaka - 01.05.2006, Page 162
160
HUNAVAKA
Handskrifaði hún t.d. sögu Kvenfélags Svínavatnshrepps sem gefin var
út af tilefni 100 ára afmæli kvenfélagsins.
Hún var mjög tónelsk og starfaði lengi sem organisti í Auðkúlukirkju.
Var hún algjörlega sjálfmenntuð í tónlistinni. Var hún farin að spila fímm
ára gömul upp í Gautsdal Jdó að hún væri svo lítil að hún næði ekki nið-
ur á petalana á orgelinu.
Hún var sérstaklega bóngóð og hjálpsöm og vildi öllum gott gera, ekki
síst ef um var að ræða fátækt fólk. Mátti hún ekkert aumt sjá. Gestrisin
var hún með afbrigðum og þegar gest bar að garði, sem ekki var fátítt,
var erfitt að komast hjá |)ví að [riggja veitingar. Það fór enginn svangur frá
Grund. Hún hafði afar góða nærveru. Hún gaf sér alltaf tíma til að sinna
gestum sínum og hafði gaman af að ræða við þá. Var hún óhrædd að láta
skoðanir sínar í Ijósi. Var hún mjög ákveðin í skoðunum og voru umræð-
ur við eldhúsborðið jafnan frjóar, skemmtilegar og fjörugar. Hún hafði
alltaf nægan tíma fyrir alla þó svo að í mörg horn væri að líta og mikið að
gera á stóru heimili og má með sanni segja um hana að, „hún vann verk
sín hljóð og var öllum mönnum góð“.
Farskóli var á Grund til margra ára. Lenti Joá eðlilega mikil vinna á
Gunnu, því hún sá um fæði og allan aðbúnað fyrir börnin en gaf sér þó
tíma til að mjólka kýrnar kvölds og morgna.
Síðustu árin sem Gunna bjó á Grund átti hún við fötlun að stríða. En
aldrei kvartaði hún heldur vann öll sín verk í rólegheitum og af vand-
virkni og bætti frekar á sig verkum annarra því aldrei gat hún neitað
neinu. Hún var sannkölluð betja, ein af hetjum hversdagsleikans.
Síðustu ellefu ár ævi sinnar lá hún á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi
þar sem hún naut sérstakrar umhyggju sem seint verður fulljrakkað en
|jar andaðist hún.
Utför hennar fór fram frá Blönduósskirkju 15. janúar en jarðsett var í
Auðkúlukirkjugarði.
Sigurdur H. Pétursson
Birgir Ai'nason,
Skagaströnd
Fœddur 12. ýgiíst 1925 - Dáinn 2. febrúar 2005
Teitur Birgir Árnason fæddist að Kiinglu í Torfalækjarhreppi, sonur
hjónanna, Árna Björns Kristóferssonar, bónda og verkamanns, (f. 1892,
d. 1982) og konu bans, Guðrúnar Teitsdóttur, húsfreyju og ljósmóður,
(f. 1889, d. 1978).
Systkini Birgis voru í aldursröð: Ki istófer f. 1916, nú látinn, þá Hulda
f. 1917, býr á Blönduósi, næst Elínborg f. 1920, er látin, fjórða Guð-
munda f. 1921, býr í Reykjavík og yngstur var Birgir.
Birgir bjó fyi sta áratug ævi sinnar að Kiinglu en tíu ára að aldri fluttist