Húnavaka - 01.05.2006, Síða 163
H U N A V A K A
161
hann með foreldrum sínum og systkinum til Skagastrandar. Þar kynntist
hann síðar eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingu Þorvaldsdóttur, f. 1926 en
hennar foreldrar voru Þóreyjónsdóttir og Þorvaldur Þórarinsson. Birgir
og Inga gengu í heilagt hjónaband á þjóðhátíðardaginn 1947 og varð
þeim þriggja barna auðið en þau eru í aldursröð: Elstur er Búi Þór,
f. 1947 og býr hann á Skagaströnd. Búi var kvæntur Guðbjörgu Karlsdótt-
ur og bjuggu þau á Eskifirði. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru tveir
synir: Birgir Heiðar, f 1965, kvæntur Ásu Arnmundsdóttur, börn þeirra
eru tvö og Karl Heimir, f. 1969, er hinn sonurinn. Sambýliskona Búa Þórs
er Þorbjörg Bjarnadóttir. Næstur er Árni Björn, f. 1948 og býr hann í
Reykjavík. Árni var kvæntur Guðríði Sigurðardóttur og eru börn þeirra
tv'ö, Jóhanna, f. 1974 og Sigurður, f. 1980. Sambýliskona Árna Björns var
Elísabet Ragnarsdóttir. Þriðja og yngst er Mar-
grét Eyrún, f. 1952, býr í Reykjavík. Eyrún er
gift Finni Sturlusyni og eru börn þeirra tvö,
Ingi Þór, f. 1981 og Óli Björn, f. 1989.
Biggi hlaut á sínum tíma hefðbundna
barnaskólamenntun þeirrar tíðar en fór
snemma að vinna fyrir sér. Hann vann um
fímmtán ára skeið sem rafvirki við húsalagnir
hjá Rafmagnsveitum ríkisins eða frá 1945-
1960. I framhaldi af því gerðist hann verk-
stjóri og matsmaður á síldarplönum vítt og
breitt um landið, s.s. á Skagaströnd, Reyðar-
firði, Eskifírði og Raufarhöfn. Var hann í verk-
stjórastarfinu um tíu ára skeið eða frá
1960-1970. Síðustu tuttugu og tvö ár starfsævinnar eða frá 1970-1992
starfaði hann sem hafnarvörður á Skagaströnd og var hann vinsæll af
þeim er til hans leituðu. Síðustu ár ævi sinnar starfaði hann við alls kyns
tilfallandi störf og var síiðinn og starfandi allt fram á síðasta dag.
Biggi var mikill áhugamaður um slysavarnir og björgunarstörf og var
formaður hjá Slysavarnarfélagi Skagastrandar í nokkur ár. Áhugamál
hans lutu auk þess aðallega að allra handa veiðiskap og skepnuhaldi, hélt
hann m.a. hross allt til hinstu stundar. Einnig var Biggi mikill unnandi
tónlistar og lék á hljóðfæri um margra ára skeið og þá aðallega á harm-
oníku. Hann undi sér ætíð vel við gestagang og margmenni enda þau
hjón bæði rómuð fyrir að vera höfðingjar heim að sækja og samrýmd í
því efni eins og öðru sem þau tóku sér fyrir hendur í lífinu.
Biggi var stálminnugur og þekkd vel til fólks og byggða víða um land.
Hann var hreinskiptinn og hreinlyndur, stundum stórlyndur í orðræð-
um og samræðum við fólk og sagði sína meiningu umbúðalaust. En und-
ir hrjúfu yfirborði bjó greiðvikinn, raungóður og bóngóður maður sem
greiddi samviskusamlega úr vanda þeirra sem tíl hans leituðu.
Birgir Árnason var jarðsunginn frá Hólaneskirkju 10. febrúar.
Sr. Magnús Magnússon.