Húnavaka - 01.05.2006, Page 165
HÚNAVAKA
163
var gerð frá Blönduósskirkju, 19. febrúar og jarðsett var í Svínavatns-
kirkjugarði.
Sr Sveinbjörn Einarsson.
Gestur Þórarinsson,
Blönduósi
Fæddur 11. júlí 1947 - Dáinn 19. febrúar 2005
Gestur var fæddur í Arbæ á Blönduósi. Móðir hans var Helga Jósefína
Anna Kristjánsdóttir og faðir hans Þórarinn Þorleifsson. Bæði voru þau
fædd á Blönduósi og búsett þar alla tíð.
Systkini Gests eru í aldursröð: Lára Bogey Finnbogadóttir, elst, hún er
hálfsystir sammæðra, síðan eru alsystkinin Guðný, þá Heiðrún, hún er
látin. Sveinn, Hjördís, Finnbogi og yngstur er
Ólafur.
Gestur lauk námi frá Unglingaskóla
Blönduóss og byrjaði svo seinna í iðnnámi hjá
Vélsmiðju Húnvetninga. Hann var einn vetur
í Iðnskólanum í Reykjavík en lauk námi í vél-
virkjun frá Iðnskólanunt á Sauðárkróki árið
1972.
Gestur kvændst árið 1970 Ragnhildi Helga-
dóttur, fyrst áttu þau sitt heimili að Húna-
braut 11 á Blönduósi. Arið 1972 flytja þau í
eigið hús sem þau komu sér upp á Urðar-
braut 4.
Börn Gests og Ragnhildar urðu fjögur í
þessari aldursröð: Elstur er Helgi Sigurður, þá Kristjana Björk, síðan Þór-
arinn Almar og yngst er Helga Kristín.
Gestur þótti strax duglegur og góður verkntaður. Hann starfaði í Vél-
smiðju Húnvetninga í 13 ár. Hann varð veitustjóri hitaveitu Blönduóss
þegar hún var stofnuð árið 1977. Gestur fékk rétdndi í pípulögnum og
lauk meistaranámi í þeirri iðngrein frá Fjölbrautaskóla Sauðárkróks árið
1984.
Gestur var verkstjóri Blönduóssbæjar og seinna framkvæmdastjóri Ar-
virkni hf. árin 1997 til 2001. Hann stofnaði síðan eigið pípulagningafyr-
irtæki, Lagnaverk ehf. og starfaði við fyrirtæki sitt, þar til hann lést.
Gestur vann líka að félagsmálum. Hann var einn af stofnendum félags
opinberra starfsmanna í Húnavatnssýslu, Fos-Hún, og fyrsd formaður
þess. Hann var í stjórn Þroskahjálpar í Skagafírði og Húnavatnssýslum
og sat í bæjarstjórn Blönduóssbæjar árin 1994 - 2002.
Gestur hafði ánægju af söng og söng í Karlakórnum Vökumönnum, í
Bjarkarkvartetdnum og Bjarkarkórnum.