Húnavaka - 01.05.2006, Page 166
164
HUNAVAKA
Gestur andaðist á Landspítalanum - Háskólasjúkrahúsi. Útför hans var
gerð frá Blönduósskirkju þann 5. mars.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Ólafur Sverrisson
Fœddur 13. maí 1923 - Dáinn 8. mars 2005
Olafur var fæddur að Hvammi í Norðurárdal í Borgarfirði. Foreldrar
hans voru, Sigurlaug Guðmundsdóttir og Sverrir Gíslason, bændur í
Hvammi. Þau hjón eignuðust sex börn, fimm syni og eina dóttur, þrjú
systkinanna eru á lífi.
Olafur ólst upp heima í Hvammi á myndar- og menningarheimili á
kirkjustað þar sem gestkvæmt var og aldrei tekið gjald fyrir veittan beina.
Hann hóf ungur að vinna að bústörfum og var aðeins ellefu ára þegar
hann fór til starfa sem kúskur í vegavinnu.
Olafur lauk barnaskólaprófi vorið 1937, var
heima næstu fjögur árin en fór þá til náms í
Reykholtsskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi
árið 1943. Leið hans lá síðan í Samvinnuskól-
ann og lauk hann prófi frá þeim skóla árið
1945 og fór að því loknu til starfa hjá Kaupfé-
lagi Þingeyinga.
Olafur kvæntist 4. júní 1949 Onnu Inga-
dóttur sent fædd var og uppalin í Reykjavík.
gg m Hún lést árið 2002. Börn þeirra eru: Sverrir,
Hulda, Ingi, Ólafur og Anna Elísabet.
Ólafur og Anna áttu heimili sitt í fyrstu í
Reykjavík, síðan í Kópavogi. A fyrstu búskapar-
árum þeirra gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samband ís-
lenskra samvinnufélaga.
Ai ið 1958 flutti fjölskyldan til Blönduóss er Ólafur tók við stöðu kaup-
félagsstjóra þar. Eftir tíu ára farsælt starf á Blönduósi tók hann við stöðu
kaupfélagsstjóra í Borgarnesi. Samhliða annasömum störfúm kaupfélags-
stjóra tók hann virkan þátt í félagsmálum, bæði innan samvinnuhreyf-
ingarinnar og utan.
Ólafur ólst upp við tónlist og söng og hann spilaði á harmoníku. Hann
unni útivist og ferðalögum og naut þess að veiða. Hann gegndi fjölmörg-
um stjórnar- og trúnaðarstörfum, sat m.a. lengi í stjórn SIS og var stjórn-
arformaður þess í nokkur ár. Hann starfaði ötullega fýrir Lionshreyfing-
una og gegndi þar forystustörfum, bæði sem umdæmisstjóri og síðar fjöl-
umdæmisstjóri
Ólafi var gefin rósenti og stilling, var nákvæmur, íhugull og varkár,
traustur, orðvar og talaði vel um fólk. Hann var og gamansamur á sinn