Húnavaka - 01.05.2006, Page 167
HUNAVAKA
165
hófstillta hátt. Mörg síðustu árin hafði parkinsonsjúkdómurinn mikil
áhrif á heilsu hans.
Utför Olafs var gerð frá Fossvogskirkju 17. mars.
Sr. ÆgirFr. Sigurgeirsson.
Þorgerður Evaldsdóttir Sæmundsen,
Blönduósi
Fcedd 22. ágúst 1918 -Dáin 12. mars 2005
Þorgerður var fædd á Blönduósi. Foreldrar hennar voru hjónin, Evald
Eilert Sæmundsen verslunarstjóri Höepfnersverslunar á Blönduósi og
Þuríður Guðrún Sigurðardótdr Sigurðssonar og Sigurbjargar Gísladóttur
er bjuggu á Húnsstöðum.
Eignuðust þau hjón þrjú börn auk Þorgerðar: Ara er lést á fyrsta ári,
Magdalenu er var um árabil gjaldkeri Héraðhælisins á Blönduósi og Pét-
ur, bankastjóra Iðnaðarbankans í Ret'kjavík og
eru öll systkinin látin. Auk þess ólst upp með
þeim fóstursysdr þeirra, Helga Stefánsdótdr,
húsfrú á Hjaltabakka.
Þorgerður ólst upp á Blönduósi hjá móður
sinni en föður sinn missti hún, barn að aldri.
Vorið 1934 lauk Þorgerður gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri. Síðan nam hún
við Kvennaskólann á Blönduósi á árunum
1936-1937 en þá um sumarið sigldi hún til
Englands og vann þar, auk þess að leggja
stund á enskunám.
Þann 15. júlí 1940 gekk hún að eiga Her-
mann Þórarinsson frá Hjaltabakka en hann
lést þann 24. október 1965. Eignuðust þau hjón sjö börn og eru sex
þeirra á lífi. Þau eru: Ari, gjaldkeri Búnaðarbankans á Blönduósi, er lést
af slysförum 1973, Ólafur Ingi, rafvirki hjá Landsneti í Reykjavík, Þuríður,
skrifstofumaður hjá sýslumanninum á Blönduósi, Sigurlaug Þóra, féhirð-
ir hjá KB banka á Blönduósi, Sigurður, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna
í Líbanon, Sigríður, húsmóðir á Hjallalandi í Vatnsdal og Magdalena
Margrét, ljósmyndari í Reykjavík.
Margir afkomendur Þorgerðar og Hermanns hófu sín fyrstu hjúskap-
arár í Sæmundsenshúsinu f skjóli móður sinnar og ömmu. Sýnir þetta
með öðru samheldni fjölskyldunnar.
Þorgerður var fjölfróð á mörgum sviðum, vel lesin, ljóðelsk og unni
fögrum listum. Um skeið kenndi hún handavinnu við Barna- og ung-
lingaskólann á Blönduósi. Hún tók við bókaversluninni af móður sinni
árið 1967 og rak hana til ársins 1992 er Þuríður dóttir hennar tók við