Húnavaka - 01.05.2006, Síða 168
166
H U N A V A K A
versluninni. Þorgerður var félagslynd og starfaði um mörg ár með Leik-
félagi Blönduóss og söng í kirkjukórnum um árabil.
Eftir lát móður sinnar og hélt Þorgerður \'ið reisn þeirri er um langan
aldur hafði ríkt í Sænmndsenshúsinu. Margir áttu þangað erindi, gesdr
og gangandi, og nutu þá gestrisni og höfðingsskapar hennar.
Þorgerður Sæmundsen unni heimaslóðum sínum dl hinstu stundar.
Hún var mikið náttúrubarn sem sótti á vit sveitarinnar og dvaldi vor hvert
á heimili dóttur sinnar á Hjallalandi og tók þátt í bústörfum, þaðan sem
hvað fegurst er að líta um Vatnsdalinn.
Síðustu ár æfi sinnar dvaldi hún um skeið á sjúkradeildinni á Blöndu-
ósi, þar sem hún lést 86 ára að aldri. Hennar er minnst sem góðrar og
göfugar konu.
Utför hennar fór fram í kyrrþey þann 18. mars.
Sr. Árni Sigurðsson.
Elínborg Guðmundsdóttir,
Blönduósi
Fcedd 8. september 1903 - Dáin 8. apríl 2003
Elínborg var fædd að Kringlu á Asum í Húnaþingi. Foreldrar hennar
voru, Anna Guðbjörg Jónsdóttir frá Gröf í Mosfellssveit og Guðmundur
Sigurðsson frá Kringlu. Þau hjón, Anna og Guðmundur, eignuðust fimm
dætur, þrjár lifðu, elsta dótdrin dó á þriðja ári úr barnaveiki og sú yngsta
nýfædd en þá dó einnig móðir Elínborgar.
Dæturnar þrjár sem komust til fullorðins-
ára, voru í aldursröð: Anna Guðrún, þá Elín-
borg og Teitný.
Faðir Elínborgar kvændst aftur Jóhönnu Jó-
hannsdóttur og átti með henni eina dóttur,
Onnu Sigurlínu. Elínborg var síðust eftirlif-
andi systranna. Hún átti sín bernsku- og upp-
vaxtarár í föðurgarði á Kringlu. Barnaskóla-
námið var farskóli sveitarinnar.
Arið 1923 giftist hún Jóni Einarssyni, for-
eldrar hans voru, Björg Jóhannsdótdr og Ein-
ar Stefánsson bóndi á Þverá í Norðurárdal.
Jón og Elínborg eignuðust eina dóttur,
Onnu Guðbjörgu. Jón andaðist árið 1968. Dóttirin, Anna Guðbjörg, and-
aðist árið 2002. Dótturson sinn, Jón Stefni, ólu þau upp Elínborg og Jón
Einarsson. Jón Stefnir er líka látinn.
Elínborg b)Tjaði sinn búskap með Jóni að Meðalheimi. Þangað koma
þau nýgift í vinnumennsku og þar voru þau t\'ö fyrstu hjúskaparár sín.
Til Blönduóss fluttu þau síðan og bjuggju þar til æviloka.