Húnavaka - 01.05.2006, Page 169
HÚNAVAKA
167
Elínborg vann með heimili sínu. Hún var ráðskona hjá Snorra Arn-
finnssyni hótelstjóra á Hótel Blönduósi og matráðskona hjá vegavinnu-
flokkum á sumrum. Hún var í áratuga raðir matráðskona í mötuneyti
sláturhúss Sölufélags Austur- Húnvetninga.
Elínborg var glaðsinna og félagslynd alla tíð. Hún var vinamörg og vin-
sæl af samferðafóki sínu, mikil félagshyggjumanneskja. A sínum yngri
árum var hún virk í ungmennafélaginu, seinna var hún í kvenfélaginu á
Blönduósi og verkalýðsfélaginu. I kvenfélaginu og verkalýðsfélaginu var
hún gerð að heiðursfélaga.
Það sem einkenndi hana mest var glaðværð, jákvæðni og létt lund sem
átti ekki síst þátt í að hún lifði langa og farsæla ævi.
Elínborg var hundrað og eins árs þegar hún lést. Hún andaðist á Heil-
brigðisstofnuninni á Blönduósi. Þar hafði hún dvalið í nokkur ár. Utför
hennar var gerð frá Blönduósskirkju þann 16. apríl.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Andrea Guðmundsdóttir,
Skagaströnd
Fœdd 30. júlí 1925 - Dáin 21. apríl 2005
Andrea Guðmundsdóttir fæddist í Drangavík á Ströndum, dóttir lijón-
anna, Guðmundar Guðbrandssonar bónda í Drangavík og konu hans,
Ingibjargar Sínu Vilhelmínu Guðmundsdóttur. Systkini Andreu voru:
Sigmundur Ki istberg, f. 1915, Karl Georg Aðalsteinn, f. 1918, Arthur
Herbert, f. 1920, Stella Fanney, f. 1923, Jón
Ingimar, f. 1928, Magnús Guðbjörn, f. 1930,
Aðalheiður, f. 1932, Ásta Minney, f. 1934 og
Viktoría Kristín, f. 1936.
Andrea sleit barnsskónum í Drangavak við
leik og störf og hlaut þar þá skólagöngu sem
var í boði á þessum tíma, það var einnar viku
kennslu af hendi farandkennara. Þegar hún
var rúmlega tvítug flutti hún búferlum, ásamt
foreldrum sínum, að Svarthamri í Álftafirði í
Norður-ísafjarðarsýslu.
Þar kynntist Andrea lífsförunaut sínum,
Kristni Jónssyni verslunarmanni, f. 10. febrúar
1914. Þau gengu í heilagt hjónaband 10. febr-
úar 1951. Eina dóttur átti Andrea fyrir, Sjöfn Ingu Kristinsdóttur, f. 1948
en maki hennar er Helgi Guðmundsson og eiga þau átta börn. Börn
Andreu og Kristins eru: Erling Svanberg, f. 1951, maki Anna Björg Þor-
móðsdóttir og eiga þau sjö börn. Svava Valgerður, f. 1953, maki Sigurður
Ingimarsson en Svava á 11 börn. Guðmundur Ingi, f. 1955, maki Hulda