Húnavaka - 01.05.2006, Page 170
168
HUNAVAKA
Margrét Baldursdóttir og eiga þau sex börn. Jóna Guðrún, f. 1957
d. 1968. Kristinn Andrés, f. 1960, og á hann tvö börn. Þórunn Jóna,
f. 1964, maki Einar Magnússon og eiga þau fjögur börn.
Frá Svarthamri fluttu Andrea og Kristinn til Reykjavíkur þar sem þau
reistu sér hús á Suðurlandsbraut og bjuggu þar lengst af sinni búskapar-
tíð eða í um aldarfjórðung. Frá Reykjavík lá leiðin suður með sjó eða til
Grindavíkur þar sem þau bjuggu í um áratug. Eftir að Kristinn veiktist
fluttu þau Andrea upp að Túni í Borgarfirði og bjuggu þar í 16 ár hjá
dóttur sinni, Þórunni Jónu. Þar bjuggu þau þar til Kristínn lést fyrir tæp-
um tveimur árum. Þá tók Andrea sig upp og flutti norður fyrir heiðar á
Dvalarheimilið Sæborgu á Skagaströnd þar sem hún eyddi sínu ævi-
kvöldi. Þaðan gat hún á sólbjörtum degi liorftyfir Húnaflóann á Stranda-
fjöllin til æskustöðvanna í Drangavík og hugsað til æskuáranna með sól í
hjarta og sól í sinni. Það er ljóst að góð æskuár í Drangavík höfðu áhrif á
hana alla tíð. Þar var hennar draumastaður og sveitin yfirhöfuð togaði
þess vegna mikið í hana og undi hún sér vel innan um skepnur og sveita-
störf. Hins vegar varð sveitin ekki hennar megin umhverfi eða vinnustað-
ur, eins og fyrr er frá greint, né heldur útivinna, því að Andrea var
heimavinnandi húsmóðir mestalla sína tíð, utan þau ár sem hún var í
Grindavík þar sem hún vann í fiskverkun.
Andrea hélt gott heimili og vildi prýða það með fallegum blómum
enda hafði hún yndi af blómarækt og mjög gaman af öllum blómum og
fallegar þóttu henni rósir af öllum stærðum og gerðum. Hún var mikil
hannyrðakona og hafði mjög gaman af öllum prjónaskap enda var það
oft og einatt hennar iðja. Auk hannyrða og blómaræktar hafði Andrea
gaman af að ferðast og fór meðal annars tvisvar sinnum út fyrir landstein-
anna.
Andrea ræktaði sína fjölskyldu, tengdafjölskyldu og frændgarð allan
rnjög vel. Hún hafði gaman af að heimsækja fólk og fjölskylduboðin og
alls konar veislur voru hennar líf og yndi. Hún var vinamörg og vel liðin
af samferðamönnum sínum enda létt í lund og ætíð stutt í gamansemi og
glettni.
Andrea Guðmundsdóttir var jarðsungin frá Fossvogskirkju 3. maí.
Sr. Magnús Magnússon.
Guðrún Vilmundardóttir,
Steinnesi
Fcedd 20. febrúar 1925 - Dáin 17. maí 2005
Guðrún var fædd í Reykjavík, Nýlendugötu 12. Foreldrar hennar voru
Olafía Björnsdóttir húsmóðir, fædd í ReykjaMk og Vilmundur Vilhjálms-
son bifreiðarstjóri, fæddur í Knútsborg á Seltjarnarnesi. Alla sína búskap-
artíð bjuggu þau á Nýlendugötunni og þar átti Guðrún sín bernsku- og