Húnavaka - 01.05.2006, Page 171
HÚNAVAKA
169
uppvaxtarár. Hún var elsta barn þeirra hjóna, hin börnin, þrír drengir,
eru í þessari röð: Björn, Vilhjálmur og Björgvin. Vilhjálmur er einn eftir-
lifandi systkinanna.
Skólaganga Guðrúnar var barna- og gagnfræðaskóli og húsmæðranám
frá Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Arið 1949 giftist hún Jóni Jósefi
Magnússyni frá Brekku í Þingi. Guðrún flutti hingað norður með manni
sínurn árið 1951 og liófu þau þá búskap.
Fyrstu þrjú árin voru þau á Hnjúki, síðan
næstu nítján ár á Þingeyrum. I Steinnes flytja
þau árið 1974 en þá jörð keyptu þau og bjó
Guðrún þar til síðasta dags. Síðustu árin
bjuggu Guðrún og Jósef í santbýli við son
sinn, Magnús og konu hans.
Börn Guðrúnar og Jósefs urðu þrjú: Elstur
er Vilmundur, kona hans er Þórhildur Lárus-
dóttir, síðan Magnús, kona hans er Líney
Arnadóttir og yngst er Sigrún Lóa, maður
hennar er Grétar Geirsson.
Guðrún lifði fyrir húsmóðurstarfið, börnin
sín og fjölskyldur þeirra. Guðrún bjó hér í
sveit í rúmlega hálfa öld. Hingað kom hún sem ung stúlka úr Reykjavík
en hún aðlagaðist vel lífinu í sveitinni. Guðrún var félagslynd að eðlis-
fari, glaðleg í fasi og átti gott með að umgangast fólk. Hér eignaðist hún
góða vini og kunningja. Hún var í kvenfélaginu í sveitinni og í sóknar-
nefnd Þingeyrakirkju og í kirkjukórnum, söngur og tónlist og lestur
góðra bóka voru meðal áhugamála hennar.
Þingeyrakirkju mat hún mikils og þótti vænt um kirkju og stað. Hún
var kirkjuvörður þar um áratugaskeið og sýndi ferðamönnum kirkjuna,
íslenskum og erlendum og sagði þeim sögu hennar og staðar.
Utför Guðrúnar var gerð frá Þingeyrakirkju þann 28. maí.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Björn Aðils Krisyánsson
Fœddur 15. febrúar 1924 - Dáinn 25. maí 2005
Björn var fæddur að Hvammi í Laxárdal í A-Hún. Foreldrar hans voru
Unnur Björnsdóttir og Kristján Sigurðsson en þau eignuðust auk Björns,
dótturina Elísabetu sem er látin. Björn ólst upp í Hvammi fram að ferm-
ingu en flutti þá með fjölskyldu sinni að Háagerði og síðan til Skaga-
strandar. Að loknu barnaskólanámi var hann við nám á Sauðárkróki og
fór á samning í múraraiðn og lauk sveinsprófi árið 1951.
Þann 7. ágúst árið 1955 kvæntist Björn eftirlifandi eiginkonu sinni,
Lovísu Hannesdóttur frá Hvammkoti á Skaga. Börn þeirra eru: Unnur