Húnavaka - 01.05.2006, Page 172
170
HUNAVAKA
Sólveig, Hannes, Ki istján, Sigríður og Illugi Örn. Björn og Lovísa áttu
heimili sitt í fyrstu á Sauðárkróki en fluttu árið 1956 í Kópavog. Þar
bjuggu þau alla tíð síðan og tóku \drkan þátt í mótun mannlífs og upp-
byggingu bæjarins.
Björn vann alla tíð við iðn sína og var um áratugi umsvifamikill múr-
arameistari, oft með marga menn í vinnu og margir lærðu múraraiðn
hjá honum. Björn var múrarameistari Kópavogskirkju og hraunaði hana
að innan \ið þriðja mann. Það var mikið verk, vandasamt og erfitt sem
þeir urðu að ljúka í einni vinnulotu svo að ekki kærnu skil á hraunun-
ina. Það verk var mikil þrekraun og félagarnir þrír töldu það erfiðasta
verk sem þeir höfðu unnið.
Björn var félagsmálamaður og sat m.a. í stjórn Múrarameistarsfélags
Reykjavíkur, í stjórn KRON og tók virkan þátt í bæjarmálum í Kópavogi.
Hann lét sér afar annt um bæinn sinn og ekki
síður um heill og velferð bæjarbúa. Hjarta
hans sló með þeirn sent stóðu höllum fæti og
þurftu að sækja fram til þess að búa við viðun-
andi aðstæður og efnahag.
Björn var mikill Húnvetningur og átthag-
arnir fyrir norðan voru honurn alla tíð afar
kærir. Hann var frændrækinn, greiövikinn og
hjálpsamur. Þeir voru margir sem nutu þess
að eiga hann að.
Björn og Lovísa höfðu ánægju af að ferð-
ast, bæði um landið okkar og til útlanda.
Hann var einlægur náttúruunnandi sem unni
gróðri og ræktun. Hann lét sér afar annt um
vini sína, kom oft í heimsóknir til þeirra og afabörnin nutu hans mjög og
lærðu margt af honum. Björn var duglegur og traustur að allri gerð, heill
og sannur og naut virðingar samferðamanna sinna.. Hann var afar orð-
heppinn, gamansamur og gat verið skemmtilega stríðinn
Utför Björns var gerð frá Digraneskirkju þann 3. júní.
Sr. ÆgirFr. Sigurgeirsson.
Halldór Þorvarðarson,
Blönduósi
Fceddur 31. desember 1919 - Dáinn 1. júní 2005
Halldór var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna, Dagbjartar Þorsteins-
dóttur og Þorvarðar Steindórssonar. Þau hjón, Dagbjört og Þorvarður,
eignuðust þrjú börn: Margrét var elst, hún er látin, Sigríður sem býr í
Reykjavík og Halldór var yngstur.
Sín fjTstu tíu ár átti Halldór með föður sínum, móður og systrum. Tíu